- Nánar
-
Flokkur: Grímutölt
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 21 2012 16:43
-
Skrifað af Super User
Pollar Teymdir
Stefán Atli Stefánsson, Spiderman – Tangó frá Bjarnastöðum
Ísabella Helga, Lína Langsokkur – Gamli Bleikur
Alexander Vilhjálmsson, Siderman – Óðinn frá Álfhólum
Oddur Carl Arason, Draugur – Svali frá Hvítárholti
Kristjana Lind Sigurðardóttir, Kisa – Funi frá Búðardal
Sölvi Þór Oddrúnarson, Körfuboltamaður –
Garri frá Pétursborg
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Grímutölt
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 19 2012 02:49
-
Skrifað af Super User
Grímu og Bjórtölt Harðar
Laugardaginn 21.janúar verður haldið opið Grímu og bjórtölt í reiðhöllinni í Mosfellsbæ. Mótið verður tvískipt og byrjað verður á yngstu flokkunum kl.1 en ungmenni og fullorðinsflokkarnir verða um kvöldið kl. 19.30. Skráningar gjald í bjórtöltið er 1500 kr, en annars 1000 kr og frítt fyrir polla og börn.
Flokkaskiptingin er:
Kl.1
Pollar (teymdir)
Pollar (ríða einir)
Börn
Unglingar
Kl. 19.30
Ungmenni
Fullorðinsflokkur
Heldri manna og konu flokkur
Bjórtölt ( Tveir í braut í einu, tveir hringir riðnir, bannað að fara á stökk, hver keppandi er með eina bjórkönnu og á könnuni er teyp og bætist við tími við hvert teyp sem bjórinn fer niður fyrir, Stig fást fyrir tíma en einnig verða gæði gangtegundarinnar dæmd.)
Verðlaun verða veitt fyrir flottasta búninginn í hverjum flokki ( nema pollum) en einnig verða veitt verðlaun fyrir frumlegasta og furðulegasta í fullorðinsflokki.
Skráning verður í höllinni á milli 11 – 1 ( til 12 fyrir yngri flokka) og í síma 893-0094 Gunni Vals eða 861-6691 Jóna Dís á milli 11 – 16. Seldur verður bjór um kvöldið ásamt veitingum.
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd fatlaðra
-
Skrifað þann Mánudagur, september 10 2018 07:56
-
Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ, hefur um nokkurt skeið boðið upp á reiðnámskeið fyrir fatlað fólk, aðallega börn, en þó einnig fyrir fullorðna.
Námskeiðin hefjast þann 1. október og er kennt frá kl: 14:45- 15:45 alla virka daga, en á laugardögum frá kl: 10:30 – 11:30
Hvert námskeið er einu sinni í viku og stendur yfir í 10 vikur.
Verð fyrir námskeiðið er Kr: 50.000-
Reiðkennari er Fredrica Fagerlund, en hún er menntuð sem reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum. Fredrica er eigandi að reiðskólanum Hestamennt ásamt manni sínum, Sigurði H. Örnólfssyni. Reiðskólinn var áður í eigu Berglindar Ingu Árnadóttur (Beggu), sem hefur nú flutt erlendis til annarra starfa.
Í lok námskeiðs fá þátttakendur kennsluhandbók og viðurkenningarskjal.
Skráning fer fram á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánari upplýsingar á Facebook: https://www.facebook.com/reidnamskeid/
Við viljum koma á framfæri þökkum til sjálfboðaliðanna okkar og styrktaraðila, en þeir eru einn af hornsteinum starfseminnar. Fræðslunefndin er alltaf að leita að fólki sem er til í að gefa af sér og sínum tíma til að vinna með okkur. Eina sem þarf er jákvæðni, áhugi á mannlegum samskiptum og einn til tveir klukkutímar í viku. Ef þú vilt vera sjálfboðaliði eða fá frekari upplýsingar þá sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..