Skiptinemar til Íslands á vegum AFS

AFS skiptinema samtökin höfðu samband og báðu okkur að kynna starfsemina þar sem óvenju margir erlendir krakkar hafa óskað eftir að komast á heimili hjá hestafjölskyldum.  

Opnaðu heimili þitt og taktu á móti skiptinema AFS!

AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem starfa í öllum heimsálfum. Aðalviðfangsefni samtakanna hér á landi er nemendaskipti unglinga á aldrinum 15-18 ára. Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum

 

sem og hvers konar hagsmunasamtökum. Markmið AFS eru að auka kynni og skilning milli þjóða heims og fólks af ólíkum uppruna, víkka sjóndeildarhring ungs fólks og auka menntun þess.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti

skiptinemum.  AFS á Íslandi hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 50 ár og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.

Í ágúst á þessu ári koma til landsins 26 erlendir skiptinemar á vegum AFS samtakanna og verða hér á landi í 10 mánuði. Erlendu nemarnir eiga það sammerkt að hafa áhuga á að koma til Íslands og að vilja kynnast íslenskri menningu, náttúru og fjölskyldulífi. Þetta árið hafa okkur borist óvenju margar umsóknir frá nemum sem mikinn áhuga hafa á  hestamennsku og/eða eru miklir aðdáendur íslenska hestsins.

Fólk sem hefur áhuga á fólki og löngun til þess að kynnast veröldinni á að grípa tækifærið og taka að sér skiptinema.

Fósturfjölskyldur geta verið:

·         Stórar eða litlar

·         Ungar eða gamlar

·         Hjón með börn á mismunandi aldri

·         Barnlaus hjón

·         Einstætt  foreldri

·         Fjölskyldan getur búið í bæ eða sveit

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt, kímnigáfu  og sveigjanleika. 

Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða kíkt inn á heimasíðu okkar: www.afs.is

 

Með bestu kveðjum,

starfsfólk AFS