- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, febrúar 10 2006 04:34
-
Skrifað af Stjórnin
Í vetur verður gerð tilraun til að taka baggaplastið af svæðinu okkur að kostnaðarlausu. Gámaþjónustan hf mun í samstarfi við Hörð koma með gám sem staðsettur verður í Hindisvík annan hvern laugardag milli kl. 14 og 16. Fyrsta skiptið verður þann 11. febrúar.
Athugið að mjög mikilvægt er að aðeins fari í gáminn hreint plast (landbúnaðarplast og annað mjúkt plast) og ekkert annað rusl, ekki einu sinni baggaböndin.
Sameinumst um að fara að þessum reglum svo að við missum ekki þessa frábæru þjónustu frá okkur aftur.
Hestamannafélagið Hörður og Gámaþjónustan hf.