- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 25 2005 05:04
-
Skrifað af Stjórnin
Eins og kunnugt er höfum við unnið ötullega að því að Hörður eignaðist eigin reiðhöll. Nú er þeim merka áfanga náð að samkomulag við Mosfellsbæ er í höfn. Í tilkynningu frá Bæjarstjóra til Hestamannafélagsins Harðar segir:
" Á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar hefur verið deiliskipulagt svæði vegna byggingar reiðhallar. Í fjárhagsáætlun 2006 er gert ráð fyrir fjárfestingarframlagi að upphæð 10 mkr. vegna uppbyggingar reiðhallar sem er áætlað sem upphaf að samningi milli Mosfellsbæjar og félagsins um aðkomu bæjarins að fyrirhugaðri uppbyggingu. Í fyrirhuguðum samningi mun Mosfellsbær leggja til um 70 mkr. á næstu árum."
Þessi samningur skiptir sköpum fyrir okkur og gerir okkur kleyft að halda áfram með málið.
Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar, hafið þakkir okkar fyrir stuðninginn og þann skilning sem þið hafði sýnt okkur hestamönnum í þessu mikilvæga máli.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar
Reiðhallarnefnd Harðar