- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, september 23 2005 05:30
-
Skrifað af Stjórnin
Hestamenn á höfuðborgarsvæðinu, nú er lag!
Hestamannakór undir vinnuheitinu Brokkkórinn hefur nú sitt annað starfsár...
Allir söngglaðir hestamenn fá nú tækifæri til að þenja raddböndin í hverri viku með sálufélögum sínum í hestamennsku, (það er nóg að vera velviljaður hestamönnum). Kunnátta í nótnalestri eða reynsla af kórstarfi er ekki nauðsynleg en skilyrði fyrir þáttöku er að hafa gaman af því að syngja og halda lagi.
Stefnan hefur verið að syngja meðan farfuglarnir eru fjarverandi, þ.e. frá því eftir réttir og þangað til fyrstu farfuglarnir láta sjá sig í apríl.
Æfingar verða á miðvikudögum kl 20.00-22.00, í Hofstaðaskóla
Kórstjóri verður Gróa Hreinsdóttir
Skráning fer fram með því að mæta á æfingu eða senda upplýsingar um nafn á netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og skrá sig í eftirfarandi símanúmerum: Dagný 8205305 eða Lovísa 6610674
Hér er krækja sem gefur gott tóndæmi um kórinn.
http://hestekor.tk/