- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 27 2008 14:53
-
Skrifað af Super User
Mótstjórn boðar alla knapa sem þátt taka á Landsmóti á knapafund, nk. sunnudag, 29. júní, kl. 17:00. Áríðandi er að allir knapar mæti, en á fundinum verður farið yfir helstu atriði er varða mótið, reglur og tilhögun.
Sjá nánar á vef landsmóts, undir fréttir http://www.landsmot.is/index.php?pid=123&cid=568
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 25 2008 09:08
-
Skrifað af Super User
Ágætu landsmótsfarar
Keppnisjakkarnir eru komnir í Ástund og verða leigðir þar fyrir landsmót á kr.4.000 fullorðins og 3.500 barna. Einnig verða þeir seldir áfram hjá félalginu. Nánari upplýsingar gefur Katrín s:866-7382
Æskulýðsnefndin
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 16 2008 17:17
-
Skrifað af Super User
Nýju keppnisjakkarnir verða til sölu ásamt hálsbindunum í Harðarbóli milli kl. 18.00 og 22.00 miðvikudaginn 18. júní. Þeir eru fallegir í sniðinu, eins og Ástundarjakkarnir, en í græna félagslitnum. Verðið á fullorðinsjökkunum er kr.18.900,-, barnajökkunum kr. 15.300,- og hálsbindin á kr.2.000,-
Einnig verða til sölu landsmótsjakkar á börn og fullorðna.
Jakkarnir verða að líklega ekki seldir á öðrum tímum fram að landsmóti þannig að nú er tíminn til að festa sér jakka.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 12 2008 14:06
-
Skrifað af Super User
Æskulýðsnefnd Harðar boðar til fundar með þeim sem munu keppa fyrir hestamannafélagið Hörð á Landsmóti hestamanna 2008 í barna-, unglinga- og ungmennaflokki ásamt foreldrum og forráðamönnum.
Á fundinum verður m.a. kynnt æfingarferð til Hellu, farið yfir það sem hafa verður í huga fyrir landsmótið varðandi þjálfun og fleira og upplýsingagjöf varðandi landsmótið sjálft.
Fundurinn verður nk. miðvikudag þann 18. júní kl. 20.00 í félagsheimili Harðar.
Lögð er rík áhersla á að foreldrar og/eða forráðarmenn yngri keppenda mæti á fundinn.
Á sama tíma verða keppnisjakkar og landsmótsjakkar til sölu.
Æskulýðsnefndin
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 12 2008 11:51
-
Skrifað af Super User
Stjórn Landsambands hestamannafélaga hefur ákveðið að ganga til samninga við Önnu Valdimarsdóttur um að taka að sér umsjón með úrvalshópi unglinga á vegum LH. Henni til aðstoðar verður Eyjólfur Þorsteinsson.
Í framhaldi af þeirri ákvörðun LH að mynda úrvalshóp/hestaakademíu óskar undirbúningsnefnd verkefnisins eftir tilnefningum frá hestamannafélögunum. Þátttakendur í verkefninu verða á aldrinum 16 til 21 árs. Ganga skal út frá eftirfarandi atriðum við val í hópinn:
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 26 2008 09:48
-
Skrifað af Super User
Æskulýðsnefnd Harðar heldur fyrirlestur fyrir börn , unglinga og ungmenni um gæðingakeppnir þriðjudaginn 27. maí kl. 19.00-20.00 í félagsheimilinu. Fyrirlesari verður Sigurður Ævarsson dómari. Farið verður yfir keppnisfyrirkomulag og hvað dómarar eru helst að leita eftir. Þetta verður fróðlegt og nytsamlegt kvöld fyrir alla sem ætla í úrtöku hjá Herði eða vilja fræðast um gæðingakeppnir almennt.
Ef þið hafið sérstakar spurningar varðandi t.d. beislabúnað þá endilega takið hann með.
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Sunnudagur, júní 08 2008 21:17
-
Skrifað af Super User
Það eru komnar nokkrar myndir frá gæðingakeppninni nú um helgina, http://leirvogstunga.smugmug.com/gallery/5123068_KFNo5#309387074_Pa75n
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 09 2008 14:27
-
Skrifað af Super User
Þann 4. maí var farinn hinn árlegi fjölskyldureiðtúr Hestamannafélagsins.
Veðurútlit var ekki gott þó að spáin fyrr í vikunni hafði verið nokkuð góð. Frekar ákveðinn vindur var í fangið á reiðmönnum,-konum og -börnum á leið á áfangastað sem var hjá Badda á Hraðastöðum. Riðið var í tveimur hópum, hraðari hóp og hægari hóp. Samtals tóku um 30 manns þátt í reiðinni og fleiri komu akandi og áttu allir gleðilega stund saman.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 04 2008 17:35
-
Skrifað af Super User
Nýju keppnisjakkarnir eru komnir til landsins og verða til sölu ásamt hálsbindunum í Harðarbóli meðan á gæðingakeppninni stendur . Þeir eru fallegir í sniðinu, eins og Ástundarjakkarnir, en í græna félagslitnum. Verðið á fullorðinsjökkunum er kr.18.900,-, barnajökkunum kr. 15.300,- og hálsbindin á kr.2.000,-
Nánari fyrirspurnir og upplýsingar á e-maili: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 8667382.
Einnig verða til sölu landsmótsjakkar á börn og fullorðna og kosta þeir kr. 6.100,-
Æskulýðsnefndin.
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, maí 03 2008 11:14
-
Skrifað af Super User
Nú þegar vorar, verður þéttara og þéttara á milli móta. Reykjavíkurmeistaramótið verður næstu helgi (hefst á miðvikudag) og helgina 16-18. maí verður íþróttamót Harðar.
Næsti æfingartími keppnisnámskeiðs verður á mánudag nk. á vellinum og mun Siggi S. kenna að þessu sinni. Hópaskiptingin verður eftirfarandi:
Nánar...