Fræðsluferð

HALLÓ KRAKKAR!

Þá er komið að okkar árlegu ferð um suðurlandið. Við förum laugardaginn 12. febrúar kl: 8.30! STUNDVÍSLEGA.  Heimsótt verða fjögur hestabú og tamningastöðvar. Við munum byrja á því að fara að Bakkakoti, þaðan liggur leið okkar til Hinna og Huldu á Árbakka, þá er haldið til Sigga Sig. okkar ágæta Harðarmanns í Þjóðólfshaga og á heimleiðinni munum við kíkja til Sigga Sæm. á Skeiðvöllum. Þátttökugjald er 1000 krónur og innifalið í því er nesti, pizza í hádeginu, heimsóknir og rútan. Aldurstakmark ferðarinnar er 10 ár en yngri börn geta komið með í fylgd með foreldrum.  Áætlaður heimkomutími er um kvöldmatarleytið. Það verður að skrá sig í ferðina fyrir 9.febrúar.  Hlökkum til að sjá sem allra flesta. Skráning fer fram hjá Ragnhildi Ösp á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 824-8072 eftir kl: 16.00

Æskulýðsnefnd