Námskeið 2011
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 05 2011 23:17
- Skrifað af Super User
Æskulýðsnefnd Harðar stendur fyrir fjölmörgum námskeiðum í reiðmennsku veturinn 2011 fyrir börn og unglinga. Kennarar á námskeiðunum eru eins og í fyrra Reynir Örn Pálmason, Súsanna Ólafsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir og við bætist Line Norrgard, en öll eru þau lærðir reiðkennarar frá Hólum.
Námskeiðin eru yfirleitt frá 6-10 tímar og er polla námskeiðið á 8.000 almenna reiðnámskeið á kr.10.000 knapamerki 1, kr.23000, Knapamerki 2, kr.30.000, kanpamerki 3, á 37.000, knapamerki 4 á 39.000 og keppnisnámskeið á kr.30.000.
Skráning á námskeiðin er hafin á heimasíðu Harðar, www.hordur.is undir námskeið-skráning og lýkur 20 janúar . Námskeiðin hefjast 25 janúar, en tímar verða auglýstir nánar síðar þegar þáttaka og tímafjöldi liggur fyrir. Fyrir þá krakka sem eiga ólokið prófum í knapamerkjum, er bent á að skrá sig í æfingartíma fyrir sjúkrapróf. Þau geta síðan skráð sig í næsta merki. Skráning og fyrirspurnir sendist á email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 8667382 Katrín.
Minnum fólk á að nýta sér frístundarávísunina.
Æskulýðsnefndin. :)
Nánari lýsing á námskeiðum:
Pollar vanir/óvanir. Foreldrar fylgi með og aukataumur. Kr.8.000 (6 skipti)
Krakkanámskeið óvanir en geta riðið ein yngri en 12 ára Kr.10.000 (8 skipti)
Krakkanámskeið vanir,( hafa verið á námskeiði áður eða ríða út) Kr.10.000 (8 skipti)
Krakkanámskeið, mikið vanir, ( td verið á framhaldsnámskeiði í fyrra) Kr.10.000 (8 skipti)
Knapamerkjanámskeið 1-4 stig bóklegt og verklegt nám í hestamennsku. Aldurstakmark 12 ár. Fjöldi tíma 10-14 verklegir og 3 bóklegir. Lýkur með prófi. Knapamerki 1.Kr.23.000 Knapamerki 2. Kr.30.000 Knapamerki 3.Kr. 37.000 Knapamerki 4.Kr.39.000
Almennt reiðnámskeið fyrir 12 ára og eldri til að að bæta hestinn sinn. Kr.10.000 (8 skipti)
Keppnisnámskeið. Uppbygging og þjálfun keppnishests og knapa. Markmið námskeiðs er keppni og ætlast er til að þáttakendur sé með keppnishest og taki þátt í keppnum. Fyrir börn, unglinga og ungmenni. Fjöldi tíma 16-18 auk aðstoðar á tilteknum mótum Tímar skiptast í hóptíma og einkatíma og verður kennslan bæði bókleg og verkleg. Kr.30.000