Skemmti- og fræðsluferð unglinga,ungmenna og barna.
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 26 2010 13:44
- Skrifað af Super User
Á laugardaginn næstkomandi ætlum við að fara í hina mögnuðu skemmti- og fræðsluferð um suðurland. Drífum okkur út úr bænum með nesti og nýja skó, kíkjum við á nokkrum hestabúum og kynnum okkur þjálfun og undirbúning hesta fyrir keppni. Lagt verður af stað kl.10 um morguninn og áætluð heimkoma er kl.17 og á að enda ferðina í félagsheimilinu þar sem við gerum eitthvað skemmtilegt og borðum saman.
Ferðin kostar ekkert og er ætluð þeim krökkum sem hafa verið á keppnisnámskeiðinu í vetur ásamt því að allir aðrir krakkar í Herði sem hafa áhuga á þjálfun og keppni eru velkomin.
Skráning þáttöku er í s.8971036 Ingimundur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en fimmtudagskvöld.
Æskulýðsnefndin