Börn, unglingar og ungmenni í Herði!
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 19 2010 15:15
- Skrifað af Super User
Nú gleymum við hestapestum og öðru fári um stund og höldum í skemmti- og fræðsluferð um Suðurland. Næstkomandi laugardag ætlum við að bjóða ykkur að komast burt úr bænum. Ferðinni er heitið á nokkur hestabú, þar sem við munum kynna okkur þjálfun og undirbúning hesta fyrir keppni. Við ætlum svo að enda förina í félagsheimilinu okkar þar sem við borðum saman og gerum eitthvað skemmtilegt.
Farið verður af stað kl 10 á laugardagsmorgun og áætlað að koma til baka milli 17 og 18. Ferðin kostar ekkert og er ætluð þeim krökkum sem hafa verið á keppnisnámskeiðinu hjá okkur í vetur og auk þess eru allir aðrir krakkar í Herði á þeim aldri sem áhuga hafa á þjálfun og keppni boðin velkomin. Vinsamlegast hafið samband við Ingimund í síma 8971036 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að tilkynna þátttöku.
Kv Æskulýðsnefndin