Foreldrafundur

Foreldrafundur verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar nk. kl. 19:30 í Harðarbóli. Mikilvægt er að sem flestir foreldrar mæti. Fundarefni: - Dagskrá vetrarins, dagskráin er á heimasíðuni - athugasemdir eru vel þegnar. - Æskan og hesturinn, þátttaka Harðarbarna og framkvæmd. - Æfingabúðir. Nefndin hefur orðið vör við áhuga á því að fara í æfingabúðir með eldri krakkana og vill kanna þann áhuga. - Önnur mál. Tækifæri fyrir foreldra að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  Sjáumst hress - heitt kaffi á könnuni. 

Fjölskyldureiðtúrar

Eru fyrirhugaðir fyrsta sunnudag í hverjum mánuði kl. 16:00 Hist verður hjá nýja staurnum og er markmiðið að foreldrar eigi góðan reiðtúr með börnum sínum og Harðarfélögum. Tilkynning um reiðtúrana verður hengd upp á staur á appelsínugulri auglýsingu.  Framvegis verða allar tilkynningar frá barna- og unglinganefnd á appelsínugulum spjöldum svo auðvelt verði að þekkja þær frá öðrum tilkynningum.

Reiðnámskeið fyrir byrjendur - unglinga

Sigrún Sigurðardóttir verður með reiðnámskeið í vetur fyrir unglinga sem eru að byrja í hestamennskunni. Kostnaði verður kostnaði haldið í lágmarki eða aðeins 4.000 kr. fyrir 12 skipti. Tekið verður á móti skráningu þriðjudagskvöldið 28. janúar nk. frá 18:00 – 20:00 í Harðarbóli. Einungis verður tekið á móti skráningu gegn greiðslu, en hægt er að borga með visa og euro. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 4. febrúar.

Hindrunarstökknámskeið

Námskeið í hindrunarstökki fyrir unglinga- og ungmennaflokk verður haldið nú í janúar. Kennari verður Barbara Meyer og verður kostnaði haldið í lágmarki eða aðeins 2.000 kr. Kennt verður tvisvar í viku í sex skipti. Tekið verður á móti skráningu miðvikudagskvöldið 22. janúar nk. frá 18:00 – 20:00 í Harðarbóli. Einungis verður tekið á móti skráningu gegn greiðslu, en hægt er að borga með visa og euro.

Nýjar reiðleiðir um Blikastaðanes

Eins og áður hefur verið kynnt eru mikklar framkvæmdir á Blikastaðanesi þar sem verið er að byggja gölfvöll og laga til reiðleiðir. Nú eru nýju reiðleiðirnar yfir og útfyrir nesið að mestu tilbúnar og vel reiðfærar. Athygli er vakin á því að nú er ekki lengur riðin leiðin til vinstri þegar komið er upp úr fjörunni heldur farið eftir nýjum reiðvegi þvert yfir nesið, eða útfyrir nesið, en þannig er hægt að ríða fallega hringleið. Við erum að koma upp áningarstöðum á þessari leið, einum utanvert á nesinu, öðrum við ánna þar sem vegirnir mætast og halda áfram til Reykjavíkur. Gamli áningarstaðurinn með aðhaldinu er nú aflagður.

Reiðnámskeið

Að venju verður Sigrún Sigurðardóttir með reiðnámskeið hjá Herði í vetur. Kostnaði verður kostnaði haldið í lágmarki eða aðeins 4.000 kr. fyrir 12 skipti. Tekið verður á móti skráningu miðvikudagskvöldið 28. janúar nk. frá 18:00 – 20:00 í Harðarbóli. Einungis verður tekið á móti skráningu gegn greiðslu, en hægt er að borga með visa og euro.

Minnum á: Fræðsluerindi um Hófhirðu og Járningu með Leó Hauksýni - Fimmtudagskvöld Kl 19

Leó er atvinnujárningarmaður og ætlar hann að fræða okkur um hófhirðu og járningar 
Fimmtudagskvöldið 25.janúar Kl19:00
í anddyri Reiðhallarinar. Fræðsluerindi er FRÍTT!

Mjög gott tækifæri fyrir alla hesteigendur að fræðast meira um hófhirðu og járningar og hvað þarf að hafa í huga þegar hesturinn er tekinn á hús, hvernig heilbrigðir hófar eiga að líta út, hvernig við viljum hafa járningu og hvenær þarf að járna hestinn upp.

Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá sem flesta. 
Kaffi í boði. Frítt inn.

Laust í einkatíma !

Laust í einkatima hjá Fredricu Fagerlund. Þriðjudaga Kl 1830-19 og 19-1930. Skráning fer fram í skilaboðnum því sportfengur er að stríða okkur. Skrá þú þig sem fyrst :)
Einnig er laust hjá Súsanna og Ragnheiður, aðallega fyrir hádegi miðvikudaga og föstudaga, rest eftir samkomulag, hafið bara samband og spyrja annaðhvort yfir facebook Hestamannafélag eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.