- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 28 2009 00:15
-
Skrifað af Super User
Föstudaginn 30.janúar kl.20 verður kynning á reiðkennslu vetrarins hjá Herði. Við ætlum að eiga saman góða stund í hestamiðstöðinni Dallandi þar sem kennarar verða með kynningu á því sem verður kennt á námskeiðum í vetur. Reynt verður að varpa ljósi á það hversu mikilvæg áseta er, að þjálfa hestinn á ýmsan máta, s.s. mýkjandi æfingar(baugar) ofl.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Æskulýðsnefndin
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 15 2009 11:29
-
Skrifað af Super User
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. - 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chicago á búgarði sem heitir Winterhorse farm.
Dagskráin verður í grófum dráttum á þessa leið; farið verður í reiðtúr, indíanar og kúrekar koma í heimsókn, bátaferð, farið í vatnaskemmtigarð og jafnvel í smá verslunartúr.
Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, og verður gerð krafa um að þeir hafi einhverja reynslu í hestamennsku og geti gert sig skiljanleg á ensku.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 13 2009 20:18
-
Skrifað af Super User
Skráning á námskeiðin sem æskulýðsnefndin býður uppá í vetur verður í Harðarbóli fimmtudaginn 22.janúar kl.18-20. Jafnframt verður boðið uppá skráningu á heimasíðu Harðar.
Námskeiðin eru eftirfarandi:
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 11 2009 15:37
-
Skrifað af Super User
Óskum öllum félagsmönnum gleðilegs árs og þökkum ánægjuleg samskipti á liðnu ári. Við viljum vekja athygli á því að reiðhöllin Hestasýn er opin félagsmönnum virka daga frá kl.18-23, laugardaga 14-18 og sunnudaga 10-18. Við eigum hins vegar eftir að setja námskeið vetrarins á þennan tíma en þangað til er allur tíminn laus. Við auglýsum síðar hvenær höllin verður upptekin vegna námskeiða.
Æskulýðsnefnd