Fræðsluerindi um Hófhirðu og Járningar með Leó Haukssyni

Leó er atvinnujárningarmaður og ætlar hann að fræða okkur um hófhirðu og járningar
Fimmtudagskvöldið 25.janúar Kl19:00
í anddyri Reiðhallarinar. Fræðsluerindi er FRÍTT!

Mjög gott tækifæri fyrir alla hesteigendur að fræðast meira um hófhirðu og járningar og hvað þarf að hafa í huga þegar hesturinn er tekinn á hús, hvernig heilbrigðir hófar eiga að líta út, hvernig við viljum hafa járningu og hvenær þarf að járna hestinn upp.

Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kaffi í boði. Frítt inn.

SÝNIKENNSLA OG SKEMMTUN Í MOSÓ

Miðvikudaginn 22. maí kl. 20.00 býður Hestamannafélagið Hörður ásamt Súsönnu Ólafsdóttur, Söru Sigurbjörnsdóttur, Trausta Þór, Ragnheiði Þorvaldsdóttur o. fl. upp á stórskemmtilega hestasýningu fyrir alla sem áhuga hafa á íslenska hestinum.

Hestar og knapar sýna listir sínar í leik og gleði þar sem vinátta og virðing er í hávegum höfð.

Þessi sýning er tileinkuð Einari Öder, Svönu og fjölskyldu og við hvetjum alla hestamenn að standa saman, senda þeim hlýja strauma og jákvæða orku í batabaráttunni.

Hestaáhugafólk látið þessa sýningu ekki framhjá ykkur fara.

Súsanna Ólafsdóttir og Fræðslunefnd Harðar

Fyrirlestur í Harðarbóli

Harðarból laugardagshádegi kl. 11.00


,,HROSSARÆKT OG FRAMTÍÐARSÝN Í HESTAMENNSKUNNI"

Gunnar Arnarsson Auðsholtshjáleigu mætir í Harðarból laugardaginn 16. febrúar með fyrirlestur og spjall um ,,Hrossarækt og framtíðarsýn í hestamennskunni".

Fyrirlesturinn hefst kl. 11.00 og kostar 1000.-
Kaffi og bakkelsi innifalið.

Fræðslunefnd Harðar.

 

Reiðnámskeið á vegum fræðslunefndar

Kæru Harðarfélagar

Skráning er hafin á námskeið fyrir fullorðna í vetur. Í hverjum hópi verða minnst 4 nemendur, en mest 5. Ef færri en 4 skrá sig fellur námskeiðið niður. Hver kennslustund er 50 mínútur. Fræðslunefnd áskilur sér rétt til breytinga og niðurfellinga á einstökum námskeiðum eftir atvikum. Leitast er við að hafa námskeiðin virka daga en eitthvað þarf líkast til að vera um helgar. Það hefur gefist vel.

Upplýsingar gefur Helena, 699-2797 eftir kl: 14 á daginn, eða Lilja, 899-8816 Skráning fer fram í gegnum tölvupóst og fyrirspurnum er einnig svarað hjá umsjónaraðila hvers námskeiðs. Greiðsluseðlar verða sendir út fyrir námskeiðsgjöldum.

 

ATH. ,, Forfallist skráður nemandi á námskeiðið þarf tilkynning að berast 2 daga fyrir fyrsta reiðtímann að öðrum kosti telst nemandi skráður og skuldbundinn til að greiða fyrir námskeiðið"

Námskeiðin eru ætluð öllum eldri en 16 ára. Verð hvers námskeiðs er verð til Harðarfélaga. Utanfélagsmenn eru velkomnir en greiða 3000 krónur aukalega.

 

Nánar...

Reiðnámskeið með Michel Becker

Léttleiki frá upphafi til enda 

Reiðnámskeið með Michel Becker Léttleiki, jafnvægi og sveigjanleiki er leiðin að hreinum og góðum gangtegundum. 

>10. feb. 2012 föstud.kvöld. Harðarból fyrirlestur og sýnikennsla frá 18:00 til 22:00

> 11. feb. 2012 laugardagur. Kennsla í reiðhöll frá 09:00 - 18:00

> 12. feb. 2012 sunnudagur. Kennsla í reiðhöll frá 09:00 - 18:00 

Verð: 18.000 kr.

 

 

Nánari upplýsingar í lesa meira

Nánar...

Sýnikennsla með Ingimari Sveinssyni

Allir hestamenn þekkja Ingimar Sveinson frá Hvanneyri, sem meðal annars er höfundur bókarinnar Hrossafræði. Um langt skeið hefur hann haldið helgarnámskeið þar sem hann bæði segir frá og sýnir hvernig hann nálgast ósnerta hesta. Hann hefur kallað þessa nálgun „Af frjálsum vilja“. Aðferðin hefur vakið mikla athygli og nú gefst áhugasömum hestamönnum tækifæri til að sjá og heyra Ingimar beita þessari aðferð.

Nánar...

Fyrirlestur um fóðrun og meðferð hrossa

Fóðrun og meðferð hrossa.

Mánudaginn 9. janúar mun Ingimar Sveinsson vera með fyrirlestur um fóðrun og meðferð hrossa í Harðarbóli kl 19:30.
Fyrirlesturinn  hentar ungum sem öldnum og hvetjum við alla Harðarfélaga að mæta.

Frítt er inn og er fyrirlesturinn í boði fræðslu og æskulýðsnefndar Harðar.

 

Kær kveðja

Fræðslu og æskulýðsnefnd Harðar 

Helgin 10-12 febrúar

Um næstu helgi verður námskeið með Michael Becker á vegum fræðslunefndar, föstudagskvöldið í reiðhöllinni frá 20:00-22:00, laugardaginn frá 08:00-18:00 og á sunnudaginn frá 08:00-18:00. Fræðslunefnd fatlaðra verður einnig með námskeið frá kl 12:00-17:00 á laugardaginn þannig að á þeim tíma verður reiðhöllin LOKUÐ. Á sunnudaginn þá verður höllin einnig LOKUÐ frá kl 12:00-15:00.

Almenn námskeið fyrir fullorðna

Almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna eru að fara af stað aftur.  Kennt er annars vegar á þriðjudögum klukkan 20, kennari er Súsanna Ólafsdóttir, og hins vegar á miðvikudögum klukkan 20, kennari er Line Nörgaard.  Lágmarks þátttaka er 4 og hámark 5 nemendur.  Námskeiðið kostar 7.500 krónur og er 5 skipti einu sinni í viku.  Sendur verður út greiðsluseðill.  Stefnt er að því að námskeiðin hefjist sem allra fyrst, skráningu lýkur fimmtudaginn 8. apríl.

Skráning með upplýsingum um nafn, kennitölu og síma fer fram hjá Lilju This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.