Styrkir á vegum íþrótta- og tómstundarnefndar Mosfellsbæjar

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir

Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.

Sjá einnig á vefsíðu Mosfellsbæjar 

Nánar...

Æfing fyrir Æskan og hesturinn

thumb_145530886_hfypz-mHin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal helgina 29-30. mars nk. Grímureiðin geysivinsæla verður fyrir yngsta hópinn, sameiginlegt atriði með krökkum úr öðrum hestamannafélögum og að sjálfssögðu verður fánareiðin og félagsatriði Harðar á sínum stað.
 
Æfingar fyrir þau sem hafa skráð sig í sameiginlega atriðið og Grímureiðina verða þriðjudaginn 4.mars nk. og tekur Olla í Hestasýn á móti krökkunum.

Nánar...

Æfingaferð til Hestheima 7-9 mars

Þá er komið að æfingaferð keppnisnámskeiðs til Hestheima, helgina 7-9 mars.

Reiknað er með að allir krakkar séu komnir í Hestheima á föstudagskvöld. Foreldrar þurfa sjálfir að sjá um þann þátt en við munum að sjálfssögðu reyna að bjarga ef einhver er í vandræðum með að komast. Eins er með heimferðina á sunnudeginum.

Nánar...

Árshátíð unglinga aflýst

Þar sem ekki var næg þátttaka í skráningu á árshátíð unglinga þá hefur verið tekin sameiginleg ákvörðun að fella hana niður. Árshátíðin átti að vera haldin í kvöld, föstudag 22. febrúar í félagsheimili Fáks, Víðidal.

Æskan og hesturinn 2008

Æskan og hesturinn 2007Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal helgina 29-30. mars nk. Grímureiðin geysivinsæla verður fyrir yngsta hópinn, sameiginlegt atriði með krökkum úr öðrum hestamannafélögum og að sjálfssögðu verður fánareiðin og félagsatriði Harðar á sínum stað. 
 

Nánar...

Hestheimaferð frestað vegna veðurs

Um helgina er gert ráð fyrir mjög slæmu veðri og þá sérstaklega á föstudag og laugardag. Því hefur æskulýðsnefndin tekið þá ákvörðun að fresta æfingarferð keppnisnámskeiðs til Hestheima sem fara átti í dag og verða til sunnudags. Verið er að vinna að því að finna lausn til að bæta upp þessa kennslutíma. Ekkert hefur verið ákveðið en það verður birt hér á vefinum um leið og niðurstaða er ljós.

Nánar...

Framhaldsnámskeiðið byrjað

Framhaldsnámskeiðið fyrir börn er hafið. Á framhaldsnámskeiðinu eru skráð um 20 börn. í hverjum hóp eru 3-4 þátttakendur og því hafa krökkunum verið raðað í 5 hópa. Vegna hinnar frábæru þátttöku á námskeiðinu og þeirri staðreynd að hin nýja reiðhöll okkar Harðarmanna er ekki tilbúin þá sáum við okkur knúin til að leita til fleiri kennara en gert var ráð fyrir í upphafi. Sigrún Sig ætlaði að taka framhaldsnámskeiðið að sér en hún er nú þegar að kenna knapamerki 1, 2 og 3. Því leituðum við til Ólöfu Guðmundsdóttur hjá Hestasýn og tók hún að sér að kenna 4 hópum.  

Nánar...