Unglingalandsmót UMFÍ 2008

Um verslunarmannahelgina verður 11. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Þorlákshöfn.  Þetta er því í 11. sinn sem mótið er haldið en nú eru Unglingalandsmótin haldin á hverju ári.

Íþrótta- og fjölskylduhátíð
Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik. Unglingalandsmótin eru klárlega með stærri íþróttaviðburðum á Íslandi ár hvert og eru nú orðin árlegur viðburður um verslunarmannahelgina.

Íþróttakeppni
Á Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn verður keppt í fjölda íþróttagreina ma. frjálsum íþróttum, knattspyrnu, körfubolta, mótorkrossi, golfi, glímu, hestaíþróttum sundi og skák.   Fyrirkomulag keppninnar er þannig að allir geta verið með og tekið þátt.

Varðandi hestaíþróttakeppni verður keppt í:
11-13 ára  Tölt
11-13 ára Fjórgangur
14-18 ára Tölt
14-18 ára Fjórgangur

Skráning þátttöku er á vefsíðu mótsins www.ulm.is - sjá leiðbeiningar um skráningu hér.

Nánar um unglingalandsmót