Reiðnámskeið á vegum fræðslunefndar
- Nánar
- Flokkur: Fræðslunefnd
- Skrifað þann Sunnudagur, janúar 13 2013 23:59
- Skrifað af Super User
Kæru Harðarfélagar
Skráning er hafin á námskeið fyrir fullorðna í vetur. Í hverjum hópi verða minnst 4 nemendur, en mest 5. Ef færri en 4 skrá sig fellur námskeiðið niður. Hver kennslustund er 50 mínútur. Fræðslunefnd áskilur sér rétt til breytinga og niðurfellinga á einstökum námskeiðum eftir atvikum. Leitast er við að hafa námskeiðin virka daga en eitthvað þarf líkast til að vera um helgar. Það hefur gefist vel.
Upplýsingar gefur Helena, 699-2797 eftir kl: 14 á daginn, eða Lilja, 899-8816 Skráning fer fram í gegnum tölvupóst og fyrirspurnum er einnig svarað hjá umsjónaraðila hvers námskeiðs. Greiðsluseðlar verða sendir út fyrir námskeiðsgjöldum.
ATH. ,, Forfallist skráður nemandi á námskeiðið þarf tilkynning að berast 2 daga fyrir fyrsta reiðtímann að öðrum kosti telst nemandi skráður og skuldbundinn til að greiða fyrir námskeiðið"