Æfingaferð til Hestheima 7-9 mars
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 28 2008 17:26
- Skrifað af Super User
Þá er komið að æfingaferð keppnisnámskeiðs til Hestheima, helgina 7-9 mars.
Reiknað er með að allir krakkar séu komnir í Hestheima á föstudagskvöld. Foreldrar þurfa sjálfir að sjá um þann þátt en við munum að sjálfssögðu reyna að bjarga ef einhver er í vandræðum með að komast. Eins er með heimferðina á sunnudeginum.
Hestaflutningabíll kemur í Hindisvík kl 20.00 á föstudagskvöld og tekur þá hesta sem óskað er eftir flutning á. Hann verður svo í Hestheimum kl 16.00 á sunnudag til að taka hestana til baka. Krakkarnir hafa með sér blöð heim eftir tímana á fimmtudags og föstudagskvöld sem foreldrar eru beðnir að fylla út og afhenda í Hestheimum á föstudagskvöldið. Þeir sem af einhverjum ástæðum fá ekki svona blað eru beðnir um að senda póst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við munum hafa samband. Kostnaður vegna flutnings á hestum sem er 4000 kr á hest, báðar leiðir og verður innheimtur af gjaldkera þegar í ljós kemur hverjir vilja nota sér þessa þjónustu. Eins þurfum við að innheimta 1000 kr á barn vegna kostnaðar af fylgdarfólki sem gert er ráð fyrir að greiði hálft gjald. Fulltrúar æskulýðsnefndar í þessari ferð eru Haukur og Ragnheiður auk þess sem við reynum að fá tvo foreldra til aðaðstoða okkur að þessu sinni. Að sjálfsögðu eru allir foreldrar sem áhuga hafa velkomnir.