Æfing fyrir Æskan og hesturinn
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 28 2008 17:39
- Skrifað af Super User
Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal helgina 29-30. mars nk. Grímureiðin geysivinsæla verður fyrir yngsta hópinn, sameiginlegt atriði með krökkum úr öðrum hestamannafélögum og að sjálfssögðu verður fánareiðin og félagsatriði Harðar á sínum stað.
Æfingar fyrir þau sem hafa skráð sig í sameiginlega atriðið og Grímureiðina verða þriðjudaginn 4.mars nk. og tekur Olla í Hestasýn á móti krökkunum.
- Þau sem vilja vera með í grímureiðinni eiga að mæta stundvíslega kl. 20.00. Æskilegt er að krakkarnir komi í búningum og með hestana skreytta eins og þau ætla að vera á sýningunni.
- Þau sem vilja vera með í sameiginlega atriðinu eiga að mæta stundvíslega kl. 20.30. Krakkarnir verða að kunna að ríða samsíða, í bauga og áttur.
Frekari upplýsingar gefur Ragnheiður rt@vst.
Athugið: Öryggisins vegna þarf að velja hesta sem þola klapp og tónlist í kringum sig.
Æskulýðsnefndin