Styrkir á vegum íþrótta- og tómstundarnefndar Mosfellsbæjar

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir

Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.

Sjá einnig á vefsíðu Mosfellsbæjar 

Íþrótta- og tómstundanefnd hefur eftirfarandi viðmið þegar styrkjum er úthlutað:

Meðmæli þjálfara, kennara eða annars leiðbeinanda umsækjanda skulu fylgja með umsókninni. Þar skulu koma fram upplýsingar um ástundun, hæfileika, virkni og framkomu umsækjandans.
Nefndin skal gæta jafnræðis við val á styrkþegum bæði hvað varðar kynferði sem og milli listgreina og íþrótta- og tómstundagreina. Þessa jafnræðis skal gætt innbyrðis við hverja úthlutun sem og á milli ára.
Árlega veitir Íþrótta- og tómstundanefnd styrki til 3-5 einstaklinga, breytilegt milli ára þar sem kostnaður fer eftir aldri styrkþega.

Styrkurinn er fólgin í launum frá Vinnuskóla Mosfellsbæjar.  Fyrir unglinga í þeim árgöngum sem starfa í Vinnuskólanum er greitt í samræmi við samþykktan taxta hverju sinni og í jafn langan tíma og samsvarar aldri hvers og eins.  Ungmenni sem eldri eru fá greidd laun í 2 mánuði í samræmi við ungmennataxta bæjarfélagsins hverju sinni.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, þjónustuveri, félagsmiðstöðinni Ból, í Íþróttamiðstöðinni að Varmá, á Skrifstofum Grunskólanna og í Listaskóla Mosfellsbæjar.

Skilafrestur er til og með 15. mars 2008 og skal umsóknum skilað í þjónustuver Mosfellsbæjar.