ACTIVE STABLE

 

Fimmtudaginn 18. mars verður Petra Mazetti með kynningu á hugmyndafræði lausagöngu hesthúsa með sjálfvirku fóðurkerfi (Active Stable). 

Kynningin verður í Harðarbóli og hefst klukkan 20.00.  Aðgangur er ókeypis.

Sýnikennsla í reiðhöllinni

Hinn stórsnjalli tamningameistari Sigurbjörn Bárðarson verður með sýnikennslu í reiðhöllinni okkar laugardaginn 13. febrúar klukkan 16.00. 

Sigurbjörn byrjar á sýnikennslu á sínum hesti og svo munu nokkrir eigendur sýna hesta sína í reið og lýsa helstu vandamálum sem þeir kljást við. 

Nánar...

Laust á námskeið fullorðinna

Það eru örfá pláss laus á námskeið ætlað byrjendum og/eða þeim sem vantar meiri kjark í sína reiðmennsku, kennari er Oddrún Ýr Sigurðardóttir.  Þetta er námskeið sem tekur mið af þörfum nemendanna og þróast eins og þarfir þeirra.  Tilvalið fyrir þá sem hafa ekki farið á námskeið áður eða eru nýlega byrjaðir í hestamennsku og líka þá sem ná ekki alveg tökum á reiðmennskunni vegna óöryggis.

Nánar...

Laus pláss á námskeið

Enn eru örfá pláss laus á námskeið fyrir fullorðna:

Almennt reiðnámskeið hjá Ragnheiði Þorvaldsdóttur sem hefst 5. febrúar, kennt á föstudögum klukkan 18 eða 19.

Almennt keppnisnámskeið hjá Halldóri Guðjónssyni sem hefst 16. mars, kennt á þriðjudögum klukkan 21.

Keppnisnámskeið fyrir konur hjá Súsönnu Ólafsdóttur sem hefst 14. febrúar, kennt á sunnudögum klukkan 14.

Nánar...

Námskeið 2010

Kæru félagar.

Skráning er hafin á námskeið fyrir fullorðna í vetur.  Í hverjum hóp verða 6 nemendur, ef færri en 5 skrá sig fellur námskeiðið niður. Fræðslunefnd áskilur sér rétt til breytinga og niðurfellinga á einstökum námskeiðum eftir atvikum. Það er því miður ekki hægt að festa daga og tíma fyrr en skráningu á einstök námskeið er lokið, en við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og láta þá fylgja athugasemdir eftir því sem við á.  Leitast er við að hafa námskeiðin virka daga en eitthvað þarf líkast til að vera um helgar.  Það gafst vel í fyrra.

Upplýsingar í síma gefur Margrét, 824 7059 eftir 17 á daginn, en skráning fer fram í gegnum tölvupóst og fyrirspurnum er einnig svarað þannig hjá umsjónaraðila hvers námskeiðs. Hafi greiðsla ekki borist fyrir tilskilinn tíma fellur skráning úr gildi.

 

Upplýsingar um Knapamerkin má finna á www.holar.is og skyldi fólk kynna sér þær.

Námskeiðin eru aðeins ætluð félagsmönnum í Herði, nýjum félögum tekið fagnandi.

Sjá námskeiðin í "lesa meira"

Nánar...

MUNIÐ FYRIRLESTUR Í KVÖLD!

 

"Íslensk reiðhefð, hvert stefnum við?"

audda-anton

Anton Páll Níelsson þjálfari, reiðkennari og fyrrum kennari við háskólann á Hólum verður með fyrirlestur í Harðarbóli fimmtudaginn 26.mars.  Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 20.00.  Aðgangseyrir er 500 krónur, börn og unglingar (að 16 ára) fá frítt.  Kaffi og létt meðlæti í boði.  Að sjálfsögðu eru allir velkomnir, innan félags sem utan. Fræðslunefnd Harðar.

Opin stöðupróf í knapamerkjum

Bóklegt knapamerkjapróf verður haldið í félagsheimili Gusts þann 9. janúar nk. kl. 12 og er prófið öllum opið. Búið er að opna fyrir skráningu á heimasíðu Gustara www.gustarar.is undir liðnum Skráning. Prófgjaldið er 1.500 kr. og skráning er ekki gild nema að greiðsla hafi borist. Skráningfrestur er til miðnættis 6. janúar nk.

Einnig stendur til að vera með verklegt stöðupróf í knapamerkjunum í Gusti þann 14. janúar nk. og er búið að opna fyrir skráningu í það líka, verð kr. 3.000.- Nánari tímasetning auglýst þegar skráning liggur fyrir.

Til að skrá sig í annað hvort prófanna þarf að smella á liðinn Skráning á www.gustarar.is og velja viðeigandi próf. Ganga þarf frá greiðslu samhliða til að skráning sé staðfest.

ATH! Bæði prófin eru öllum opin, þ.e. félagar í öðrum hestamannafélögum geta líka skráð sig til þátttöku.

Fyrirlestur fimmtudaginn 26.mars.

"Íslensk reiðhefð, hvert stefnum við?"

audda-anton

Anton Páll Níelsson þjálfari, reiðkennari og fyrrum kennari við háskólann á Hólum verður með fyrirlestur í Harðarbóli fimmtudaginn 26.mars.  Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 20.00.  Aðgangseyrir er 500 krónur, börn og unglingar (að 16 ára) fá frítt.  Kaffi og létt meðlæti í boði.  Að sjálfsögðu eru allir velkomnir, innan félags sem utan. Fræðslunefnd Harðar.

Námskeið fullorðinna hefjast aftur

Nú eru reiðnámskeið fyrir fullorðna að fara af stað aftur.

Almennt reiðnámskeið.

Kennt á sunnudögum og hefst 19. apríl, lýkur 7. júní. Kennari er Súsanna Ólafsdóttir. Námskeið sem miðar að því að gera hestinn betri, að bæta ásetu og stjórnun, grunn fimiæfingar. Verð er 12.000 krónur 8 skipti fyrir skuldlausa Harðarfélaga, 18.000 fyrir aðra. Skráning hjá Helenu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og í síma 699 2797 til og með 16. apríl. Þeir sem eru á biðlista nú þegar eru beðnir um að staðfesta þátttöku.

Skeiðnámskeið.

Kennt á virkum dögum og byrjar í maí, kennt úti á velli. Kennari er Reynir Örn Pálmason. Skiptist í einn bóklegan tíma og fjóra verklega. Ætlað þeim sem hafa áhuga á að ríða skeið og byggja hestinn sinn rétt upp til þess. Verð 7000 fyrir skuldlausa Harðarfélaga, 10.000 fyrir aðra. Skráning hjá Margréti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og í síma 824 7059. Haft verður samband við þá sem þegar voru skráðir.

Laust á námskeið

Enn eru laus pláss á námskeið fyrir fullorðna.  Annars vegar á námskeiðið Kjarkur og hins vegar á almennt reiðnámskeið.  Þessi námskeið eru kennd um helgar.  Nánari upplýsingar veitir Margrét, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. s. 824 7059.  Námskeiðin byrja um næstu helgi svo hafa verður hraðar hendur, ekki er um mörg pláss að ræða.