Æfingaferð til Hestheima 25-37 apríl
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 18 2008 18:16
- Skrifað af Super User
Þá er að koma að þriðju æfingaferðinni til Hestheima fyrir þátttakendur á keppnisnámskeiðinu. Sbr. dagskrá þá verður farið helgina 25-27 apríl.
Hér koma helstu upplýsingar um tilhögun. Reiknað er með að allir krakkar séu komnir í Hestheima á föstudagskvöld og hafi borðar kvöldverð áður en lagt er af stað. Boðið verður upp á kvöldhressingu fyrir háttinn. Foreldrar þurfa sjálfir að sjá um að koma þeim austur, en við munum að sjálfssögðu reyna að bjarga ef einhver er í vandræðum með að komast. Eins er með heimferðina á sunnudeginum.
Fulltrúar æskulýðsnefndar í þessari ferð eru Gyða, Elín og hugsanlega Ellen og auk þess auglýsum við eftir að fá foreldra til að aðstoða okkur. Að sjálfssögðu eru allir foreldrar sem áhuga hafa velkomnir.
Dagskrá og upplýsingar
- Föstudagskvöld:
- Hestaflutningabíll fer frá Naflanum á föstudagskvöldinu (líklega kl. 20.00, en verður auglýst síðar). Bíllinn tekur 20 hesta og kostar ferðin fram og til baka kr. 4000,- á hestinn miðað við að bíllinn sé fylltur, þannig að það borgar sig að sem flestir nýti sér þetta.
- Innheimta þarf 1000 kr á barn vegna kostnaðar af fylgdarfólki sem gert er ráð fyrir að greiði hálft gjald.
-
Foreldrar /forráðamenn verða að koma börnunum, sjálfum sér og hestunum ef þeir ætla ekki að nýta sér hestaflutningabílinn, í Hestheima á föstudeginum og heim á sunnudeginum en sjálfssagt er hægt að sameina eitthvað í bílana. Gert er ráð fyrir að allir séu búnir að borða kvöldmat áður en lagt er af stað en tekið verður á móti okkur í Hestheimum með kvöldkaffi.
- Laugardagur:
- 08.30 – 09.00: Morgunverður
- 09.00 – 12.00: Reiðkennsla í reiðhöll. - liðkandi og losandi æfingar
- 12.00 – 13.00: Hádegisverður
- 13.00 – 17.00: Hestunum riðið á velli. Tekið video af hverjum og einum.
- Sunnudagur:
- 08.30 – 09.00: Morgunverður
- 09.00 – 12.00: Farið yfir videoupptökur og skoðað hvað má betur fara
- 12.00 – 13.00: Hádegisverður
- 13.00 – 16.00: Tekin önnur æfing á velli og reynt að gera betur
- 17.00 – 17.30: Hestaflutningabíll fer frá Hestheimum
Muna að taka með:
- Hlý föt því það getur verið kalt í reiðhöllinni
- Náttföt, tannbursta og handklæði
- Svefnpoka
- Föt til skiptana, svo sem undirföt og nóg af hlýjum sokkum
- Reiðföt
- Reiðtygi og kamba
- Ofnæmislyf og önnur lyf ef einhverjir þurfa slíkt
Skráning og greiðslur:
- Nákvæmar tímasetningar á brottför og komutíma verða auglýstar síðar.
- Frestur til að senda upplýsingar um hverjir fara með er til klukkan 19:00 á mánudeginum 21 apríl næstkomandi því við verðum að láta vita tímanlega í Hestheimum hversu margir komi og hversu margir ætla að nýta sér hestaflutningabílinn. Skráning um hverjir fara og hverjir ætli að nýta sér hestaflutningabílinn er hjá Gyðu, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Greiðsla fyrir hestaflutningabílinn og fylgdarmann verður að berast fyrir miðvikudag 23. apríl nk. Vinsamlegast leggið inn á reikning: 0549-26-2300 kt: 650169-4259.
- Við auglýsum eftir foreldrum sem eru tilbúin að koma með í ferðina.
Með kærri kveðju og von um góða þátttöku sem allra flestra
Æskulýðsnefndin