Hestheimar fyrir alla

Kæru foreldrar barna í Herði. Nú stendur til að fara til Hestheima fyrir austan fjall með krakka í Herði, þar sem þau fá kennslu og margt annað skemmtilegt gert þó aðallega að vera saman og kynnast. Mæting verður í Hestheimum föstudagskvöldið 4. apríl og dvalið þar við nám og leik og góða samveru fram á sunnudaginn 6. apríl.

Dagskráin er svohljóðandi:

- Allir krakkar geta verið með og eru velkomin, svo fremi að þau séu sjálfbjarga á hesti, þ.e. geti lagt á sjálf og kunni að bjarga sér á hesti, nokkuð hestvön.

- Ef barnið er það ungt að það geti ekki verðið eitt verður fylgdarmaður/menn að vera með.

- Foreldrum er meira en velkomið að koma með þó að börnin séu sjálfbjarga og er í raun skemmtilegast að sem flestir komi með og við gerum þetta að samverustund fjölskyldunnar.

- Verðið er 11.900.- á barnið/ manninn og er gisting, kennsla og matur, hey og pláss fyrir hest innifalið í því verði.

- Hestaflutningabíll fer frá Hindisvík / Naflanum á föstudagskvöldinu sem tekur 20 hesta, og kostar ferðin fram og til baka 4000,- á hestinn miðað við að bíllinn sé fylltur, þannig að það borgar sig að sem flestir nýti sér þetta. Bíllinn kemur auðvitað hestunum aftur heim fyrir ykkur á sunnudeginum.

- Foreldrar /forráðamenn verða að koma börnunum (og sjálfum sér) í Hestheima á föstudeginum og heim á sunnudeginum, en sjálfssagt er hægt að sameina eitthvað í bílana. Gert er ráð fyrir að allir séu búnir að borða kvöldmat áður en lagt er af stað, en tekið verður á móti okkur í Hestheimum með kvöldkaffi.

- Á laugardeginum er reiknað með 2 kennslustundum á hvern hóp. einn fyrir hádegi og 1 eftir hádegi. Hugmyndin er að ef mæting verður góð muni einn hópur horfa á, á meðan annar fær kennslu og ef það verða fleiri hópar en 2 þá verður einhver afþreying fyrir þá sem eru að bíða.

- Á sunnudeginum er áætlaður góður reiðtúr fyrir alla.

- Foreldrar/forráðamenn geta tekið hesta með sér og eru góðar reiðleiðir við Hestheima - Gott væri ef einhverjir komi með skemmtilegt efni á kvöldvöku á laugardeginum, einnig ef ykkur dettur einhverjir skemmtilegir hlutir í hug að gera á meðan beðið er.

- Muna að taka nóg af hlýjum fötum með því það getur verið kalt í reiðhöllinni, taka náttföt og tannbursta með, föt til skiptana ofl.

- Nákvæmar tímasetningar á brottför og komutíma verða auglýstar síðar.

- Við auglýsum eftir foreldrum sem eru tilbúin að koma með sem fararstjórar í ferðina.

Vinsamlegast skráið þáttöku fyrir kl.19.00, 31.mars á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Æskulýðsnefndin