Handbók Æskulýðsnefndar LH

Æskulýðsnefnd LH hefur gefið út handbók sem ætluð er öllum æskulýðsnefndum hestamannafélaga . Handbókin var unnin eftir ráðstefnu æskulýðsfulltrúa sem haldin var á vegum LH þann 6. október 2007.

Í bókinni eru upplýsingar sem hjálpað geta nefndunum í starfi sínu, svo sem hugmyndir að dagskrá og hvar hægt er að fá upplýsingar vegna starfsins.

Efnið nýtist að sjálfssögðu einnig fyrir foreldra og þá sem áhuga hafa á málefninu.

Bókin er eingöngu birt á Netinu og er hún í stöðugri endurnýjun þ.e. ef þurfa þykir munu verða settar í hana viðbætur og/eða endurbætur. Slóðin er: http://www.landsmot.is/files/38/20080421230446994.pdf