Æfingarferð til Hestheima tókst vel

Hrefna og Hulda að kemba í Hestheimaferð 7/3-9/3 ´08Um helgina var farin önnur æfingarferð til Hestheima með krakkana sem eru þátttakendur í keppnisnámskeiði hjá Herði.  Kennarar voru sem fyrr Siggi Sig og Barbara Mayer.

Áætlað var að fara þrjár æfingarferðir til Hestheima en fyrstu ferðinni varð því miður að fella niður vegna veðurs. Í stað þeirrar ferðar var tekin kvöldæfing í Dallandi með góðfúslegu leyfi Gunnars Dungal sem veitti okkur aðgang að reiðhöllinni. Á hann þakkir skyldar fyrir það. Það kvöld var farið í ásetuæfingar fyrir knapa og liðkandi æfingar fyrir hesta.  Veðurguðirnir voru vænir við okkur þegar átti að fara í aðra æfingarferð til Hestheima en sú ferð var farin 7-9 mars og tókst mjög vel en þar voru teknar fimiæfingar og ásetuæfingar ásamt hægri og vinstri ásetu en allar þessar æfingar er grundvöllur að góðum árangri fyrir bæði hest og knapa.

 

Á námskeiðið eru núna skráðir 21 þátttakandi en þar af voru 16 sem tóku þátt í ferðinni í þetta sinn.

Krakkarnir hafa æft sig mismikið milli ferða og tíma sem eru tvisvar sinnum í viku en reiðkennari hér heima er Ragnheiður Þorvaldsdóttir. Árangur krakkana og hestanna byggist ekki eingöngu á því sem gert er í námskeiðstímunum með leiðbeiningum frá kennara, heldur einnig hversu mikið þau æfa sig milli tíma og æfingaferða. Gaman er að sjá hversu margir hafa sýnt umtalsverðar framfarir og því greinilegt að heimavinnunni hefur verið sinnt mjög vel.

Í þessari æfingarferð sem er síðasta æfingaferðin fyrir íþrótta- og gæðingamót (gæðingamótið er einnig fyrri úrtaka fyrir landsmót) þá miðaðist dagskráin í þessari ferð við það að aðalmótin eru á næsta leyti. Á laugardagsmorgunin var byrjað á fimiæfingum og eftir hádegi var hópnum skipt í tvennt. Á meðan annar hópurinn var í ásetuæfingum hjá Barböru Mayer voru hestar og knapar fluttir á Hellu og Siggi S. lét þau taka það prógram sem þau ætla að keppa í (fjórgang, tölt eða fimmgang), allt eins og um keppni væri að ræða. Allt var tekið upp á video og á sunnudeginum var hver og einn knapi og hestur skoðaður með tilliti til þess sem er gott og hvað má betur fara. Eftir hádegi var ákveðið að breyta aðeins út af dagskrá og sett var upp keppni í „Smalanum“ en það eru þrautir sem reynir á reiðmennsku, næmni og hraða.  Það var mikið fjör og einbeitni í að ná góðum tíma Smile

Í júní verður farin ein önnur æfingarferð til Hestheima fyrir þá sem ná í gegnum úrtöku fyrir Landsmót 2008. Skráning á það námskeið verður strax eftir úrtöku.

Eftirfarandi myndir voru teknar í æfingarferðinni sem var farin helgina 7-9 mars ´08:

Hildur Kristín í ásetuæfingum hjá Barböru Mayer í ferðinni 7-9/4 ´08Harpa  í ásetuæfingum hjá Barböru Mayer í ferðinni 7-9/4 ´08

 

 

 

 

 

 

 

 


Að snæðingi í HestheimumLea og Fríða að töfra fram guðaveigar

 

 

 

 

 

 

 

 

Óli í ásetuæfingum hjá Barböru Mayer í ferðinni 7-9/4 ´08Lilja Dís í ásetuæfingum hjá Barböru Mayer í ferðinni 7-9/4 ´08