Fjölskyldureiðtúr Harðar
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Föstudagur, maí 09 2008 14:27
- Skrifað af Super User
Þann 4. maí var farinn hinn árlegi fjölskyldureiðtúr Hestamannafélagsins.
Veðurútlit var ekki gott þó að spáin fyrr í vikunni hafði verið nokkuð góð. Frekar ákveðinn vindur var í fangið á reiðmönnum,-konum og -börnum á leið á áfangastað sem var hjá Badda á Hraðastöðum. Riðið var í tveimur hópum, hraðari hóp og hægari hóp. Samtals tóku um 30 manns þátt í reiðinni og fleiri komu akandi og áttu allir gleðilega stund saman.
Á Hraðastöðum eru ýmsar dýrategundir sem hægt er að berja augum og fá að halda á ungviðinu s.s. lömb, hvolpar, kanínur, kettlingar og svín, svo eitthvað sé nefnt. Svínið er hinsvegar ekki mikið fyrir klapp og að láta halda á sér en það gaf upp mikið öskur þegar átti að reyna það. Það var bara gert einu sinni
Reiðhestarnir fengu að fara út á tún meðan knapar gæddu sér á hamborgara og pylsum á milli þess sem dýrin voru skoðuð.
Ferðin til baka gekk mjög vel enda var vindurinn í bakið. Óhætt er að segja að dagurinn hafi verið ánægjulegur fyrir þá sem tóku þátt enda gaman að hittast og sjá eitthvað nýtt.
Nokkrar myndir sem voru teknar: