Námskeiðskráning, keppnis- og knapamerkjanámskeið

Námskeiðsskráning fer fram í Harðarbóli þriðjudaginn þann 11.desember á milli kl.19.00 og 21.00.
Einnig verður hægt að skrá sig á heimasíðu Harðar frá mánudeginum 10. des. til og með 18.desember en þá lýkur skráningu fyrir keppnisnámskeiðið og knapamerkjanámskeiðið.
Vakin er athygli á að skráning á almennu námskeiðið verður fram í febrúar þar sem þau hefjast ekki fyrr en reiðhöllin verður tilbúin. 
Námskeiðin verða sem hér segir:

Keppnisnámskeið
Keppnisnámskeið verður í þremur hlutum, 1. hluti frá 14. janúar til og með 29. febrúar, 2. hluti frá 1.mars og endar í gæðingakeppni 6-8 júní og 3. hluti eftir úrtöku fyrir þá sem fara á landsmót 2008 (sjá upplýsingar neðar). Námskeiðin henta fyrir þá sem hafa hug á að taka þátt í mótum hverskonar s.s. almennum mótum og landsmóti.
Kennarar eru Sigurður Sigurðsson og Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Tímasetning: 18.00-21.00 en tímasetning breytist þegar reiðhöllin verður tilbúin.
Lengd: 40-50 tímar, verklegir og bóklegir tímar. Auk þess fylgir kennari nemendum á nokkur innanfélagsmót. Kennt tvisvar í viku og stefnt er að því að fara í Hestheima í æfingarbúðir þrisvar á tímabilinu (janúar - maí).

Knapamerkjanámskeið
Knapamerkjanámskeið hefst 8.janúar og kennslutími verður frá kl.18-20 í Hindisvík, breytist við nýju reiðhöllina.
Kennari: Sigrún Sigurðardóttir.

Knapamerki I (Grænt)
Einingar og kennslustundafjöldi: 1. stig: 8-10 tímar bóklegt og 18-20 tímar verklegt
Byrjar: 29. janúar
Tímasetning: 18.00-19.00 (fyrsti tíminn verður kl. 20.00-21.00 en tímasetning breytist þegar reiðhöll verður tilbúin

Knapamerki II (Appelsínugult)
Einingar og kennslustundafjöldi: 2. stig: 8-10 tímar bóklegt og 28-30 tímar verklegt
Byrjar: 8. janúar
Tímasetning: 18.00-19.00 en tímasetning breytist þegar reiðhöll verður tilbúin

Knapamerki III (Rautt)
Einingar og kennslustundafjöldi: 3. stig: 16-20 tímar bóklegt og 35-40 tímar verklegt
Byrjar: 8. janúar
Tímasetning: 18.00-21.00 en tímasetning breytist þegar reiðhöll verður tilbúin

Þeir sem hafa hug á að taka þátt í knapamerkjanámskeiðinu eru kvattir til að skoða nánari lýsingu á vefsíðu Hólaskóla: http://www.holar.is/knapamerki/index.htm

Keppnisnámskeið fyrir landsmót
Kennarar: Siggi Sig og Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Fyrir þá sem komast í gegnum úrtöku á landsmót og hefst eftir úrtöku.
Skráning hefst eftir úrtöku