Uppskeruhátíð Harðar haldin hátíðleg
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Föstudagur, október 31 2008 19:52
- Skrifað af Super User
Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Harðar var haldin hátíðleg í gær í Harðarbóli. Ánægjulegt var að sjá það fjölmenni sem mætti á hátíðina.
Byrjað var á að gæta sér á góðum málsverði en þess má geta að kvennadeildin sá um það og átti Sveina veg og vanda af því. Að svo búnu voru afhend verðlaun og viðurkenningar eins og venja er á þessari árlegu hátíð Harðarmanna. Guðjón formaður félagsins afhenti verðlaunin sem voru í boði Leirvogstungu ehf.
Þeir sem tóku við verðlaunum voru:
Fyrir mestu framfarir á almennu reiðnámskeiði:
Bjarklind Björk Gunnarsdóttir
Bjarklind fær viðurkenninguna fyrir góða ástundun, taka vel eftir í tíma og með fyrirmyndar hegðun og næmni í að taka við ábendingum um reiðmennsku frá kennara
Mestu framfarir á keppnisnámskeiði:
Páll Jökull Þorsteinsson
Páll sýndi mikinn áhuga og tók vel tilsögn. Hann var mjög duglegur við að keppa og var framarlega á flestum mótum Harðar á árinu.
Efnilegasti knapi barnaflokki:
Hrefna Guðrún Pétursdóttir
Hrefna Guðrún var mjög dugleg við að keppa á árinu, tók þátt í öllum mótum Harðar og var þar í úrslitum í öll skiptin.
Besti knapi í barnaflokki:
Katrín Sveinsdóttir
Katrín var mjög framarlega á flestum mótum Harðar á árinu og tók auk þess þátt í fjölda móta utanfélags svo sem Landsmóti, þar sem hún var í B-úrslitum, Reykjavíkurmeistaramóti, þar sem hún var í B-úrslitum í tölti og Landsmóti UMFÍ þar sem hún var í 2 sæti í fjórgang og 3 sæti í tölti.
Efnilegasti knapi unglingaflokki:
Margrét Sæunn Axelsdóttir
Margrét stóð sig mjög vel á mótum Harðar í vetur, Tók þátt í flestum þeirra og var í úrslitum í þeim flestum. Þá má geta þess að Margrét Sæunn varð Íslandsmeistari í fimi í sumar.
Besti knapi unglingaflokki:
Arnar Logi Lútersson
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um árangur Arnars Loga á keppnisbrautinni á árinu. Hann vann nánast öll mót sem hann tók þátt í og kórónaði árið með því að verða Landsmótsmeistari í unglingaflokki. Frábær árangur hjá knapa og hesti.
Efnilegasti knapi í ungmennaflokki:
Sara Rut Sigurðardóttir
Sara Rut tók þátt í öllum mótum Harðar á árinu, vann tvö þeirra og var í úrslitum í hinum.
Besti knapi í ungmennaflokki:
Grettir Jónasson
Grettir stóð sig frábærlega á þeim mótum sem hann tók þátt í hjá Herði á árinu og á Íslandsmóti þar sem hann var í úrslitum í tölti og 4-gangi. Uppúr stendur þó frábær árangur Grettis á Landsmóti þar sem hann fór erfiðu leiðina, vann sig upp úr B- úrslitum til að standa svo uppi sem sigurvegari á Landsmóti.
Viðurkenningar úr afrekssjóði Harðar vegna árangurs á Íslandsmóti:
Viðurkenningar hlutu:
- Arnar Logi Lúthersson
- Grettir Jónasson
- Sigríður Ingvarsdóttir
- Reynir Pálmason