Námskeiðskráning

 

Skráning á námskeiðin sem æskulýðsnefndin býður uppá í vetur verður í Harðarbóli fimmtudaginn 22.janúar kl.18-20. Jafnframt verður boðið uppá skráningu á heimasíðu Harðar.

Námskeiðin eru eftirfarandi:

 

Almennt námskeið sem skiptist í byrjenda og framhaldshópa.

Knapamerki 1,2 og 3, aldurstakmark 12 ára.

Keppnisnámskeið.

Kennararnir í vetur verða þau Reynir Örn Pálmason, Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Súsanna Ólafsdóttir, og Ólöf Guðmundsdóttir.

Kennslan fer fram í reiðhöllinni Hestasýn. Verð námskeiðanna hefur verið ákveðið það sama og í fyrra og verða þau með svipuðu sniði nema að keppnisnámskeiðið verður nokkuð breitt þar sem kennsla fer öll fram á svæðinu og verður hún að hluta til meira einstaklingsmiðuð.

Æskulýðsnefndin