Fjölskyldureiðtúr, breytt tímasetning

dsc00872

 

Hinn árlegi fjölskyldureiðtúr verður farinn nk. sunnudag 24. maí. Lagt verður af stað frá Naflanum kl. 14.00 en ekki 13.00 eins og áður var auglýst. Riðið verður til Badda á Hraðastöðum, dýrin skoðuð og grillað saman.

 

Dagskráin er eftirfarandi:

14.00     Lagt af stað frá Naflanum
15.00     Komið til Hraðastaða – dýrin skoðuð
15.30     Grillað og borðað
17.00     Riðið til baka
18.00     Komið heim – dagskrá lokið

Skoðað verður hvort hópnum verði skipt í tvennt, hægari reið og hraðari reið. Fjölmennum í fjölskyldureiðtúrinn og gerum hann eftirminnilegan. Við vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir en spáin í dag gerir ráð fyrir 9°C, 7 m/sec og vonandi bara smá-rigninginu en enginn er verri þó hann vökni
Cool.

Þeir sem ekki geta riðið er velkomið að mæta og eyða samverustund með félögum og skoða lífríkið í sveitinni hjá Badda og Nínu. 

Athugið að tímasetningar er áætlaður tími.

Æskulýðsnefndin