Ferð á vegum Æskulýðsnefndar 28. apríl 2012
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2012 00:00
- Skrifað af Super User
Nú er komið að því að við leggjum landi undir fót og skundum austur í sveitir. Við byrjum á heimsókn á Krók til hans Reynis Arnar, Harðarmanns, og sjá þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá honum. Reynir Örn ætlar að bjóða okkur í hádegismat. Eftir gott stopp á Króki ætlum við að fara út í óvissuna en það má ljóst vera að við endum aftur í Herði :-) Lagt verður af stað frá Harðarbóli kl: 10 og stefnum að því að vera komin heim eftir miðjan dag.Nú erum við að kanna áhuga á þessari ferð hjá ungliðum Harðar og fylgifiskum svo við sjáum hvort við getum leigt okkur rútu (2500-3000kr á mann) eða hvort við förum á einkabílum. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 23. apríl. En einhverjar spurningar vakna verið endilega í sambandi á sama netfang.
Æskulýðsnefnd Harðar