Námskeið í Ólympíu
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 21 2012 07:16
- Skrifað af Super User
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. til 30. júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympismi auk þess sem fjallað er um lýðræði og gildi þess í störfum Ólympíuhreyfingarinnar.
Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.
Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en föstudaginn 2. mars n.k.
Umsókn skal skilað á ensku og skulu fylgja henni tvær passamyndir.
Frekari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson verkefnastjóri á skrifstofu ÍSÍ.
Sími 514 4000, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org/ , og www.ioa.org.gr