Foreldrafundur á vegum Æskulýðsnefndar Harðar
- Nánar
 - Flokkur: Æskulýðsnefnd
 - Skrifað þann Laugardagur, apríl 07 2012 21:59
 - Skrifað af Super User
 
Æskulýðsnefnd Harðar boðar til foreldrafundar í Harðarbóli miðvikudaginn 11. apríl n.k. kl: 20-22.
Foreldrar eru hvattir til að mæta, ekki síst þeir foreldrar sem hafa nýtt sér námskeið eða aðrar uppákomur Æskulýðsnefndar í vetur.
Efni fundarins verður meðal annars: Hvert stefnum við, hvaða leiðir ætlum við að fara, samskipti barnanna okkar og fleira. 
Stjórnandi umræðna á fundinum verður Þórhildur Þórhallsdóttir hjá Hestamennt.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Æskulýðsnefnd 
 		
		
