Skólastyrkir

Ungmennafélag Íslands hefur verið í góðu samstarfi við nokkra lýðháskóla í Danmörku í áraraðir. UMFÍ hefur m.a. styrkt fjölmörg íslensk ungmenni til dvalar í þessum skólum og gerir enn. Einn af þeim skólum sem UMFÍ er í samstarfi við er lýðháskólinn í Viborg. Skólinn hefur nú ákveðið að bjóða nokkrum ungmennum skólastyrk á vorönn sem er frá 19. febrúar - 26. júní 2012 eða í samtals 18 vikur. Heildarkostnaður vegna námsins ásamt fullu fæði og gistingu er 36.910.- dkr. eða um kr. 800.000,- íslenskar krónur. Styrkurinn nemur hinsvegar kr. 20.910.- dkr. sem er um 460.000.- íslenskar krónur. Hlutur nemenda í þessar 18 vikur er því 16.000.- dkr. eða einungis um 350.000.- íslenskar krónur.

Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans www.giv.dk og síðan gefur Ómar Bragi Stefánsson hjá Ungmennafélagi Íslands frekari upplýsingar til áhugasamra. Netfang Ómars er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.