Hestaklúbbur 2015

Hæ hæ! 
Siðasti skráningadagur fyrir vorönn Hestaklúbbsins er 15. desember. Þeir nemendur sem voru í haust hafa forgang á námkskeiðið eftir áramót. Við munum svo skoða hvort hægt verður að bæta við nýjum nemendum eftir að skáningarfresti lýkur og verður nýjum umsóknum svarað sem allra fyrst (vonandi 17. des.) Nýjar umsóknir skulu berast til okkar í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða snor33@gmail.com.
ATH, fyrsta nýja skráning tekur fyrsta lausa plássið osfr. Þeir sem voru fyrir áramót skrái sig í gegnum Sportfeng. 
Kv Line og Malin

Reiðnámskeið Harðar 2015

Ágætu félagar

Búið er að opna fyrir skráningar á námskeið vetrarins.

Skráning á öll námskeiðin fer fram á sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add 

Námskeiðslýsingar má svo finna á undir "námskeið æskulýðsnefndar" og "námskeið fræðsluefndar" hér á heimasíðu félagsins www.hordur.is

Kveðja

Fræðslu og æskulýðsnefnd Harðar

STÓRKOSTLEGUM ÁGANGA NÁÐ- BÚIÐ AÐ LOKA VIÐBYGGINGUNNI

Stórkostlegur hópur Harðarfélaga vann á laugadaginn við ganga frá þakinu og ljúka ísetningu hurða og glerja heila klabbið. Ragnhildur Trausta sá um að orkubúskapurinn væri í jafnvægi.

 

Klárað að loka viðbyggingunni

Hinni, Kristján, Tóti, Davíð, Kjartan, Hákon, Steini, Þórir, Sæmundur, Ragnhildur, Svanur og Össi.

Jón Ásbj, Viðar og Margrét voru farin þegar myndin var tekin. Frábær dagur að baki og allt tilbúið fyrir útsynninginn

 

STÓRKOSTLEGUR HÓPUR HARÐARFÉLAGA NÁÐI AÐ LOKA VIÐBYGGINGUNNI

Stórkostlegur hópur Harðarfélaga vann á laugardaginn við að ganga frá þakinu og ljúka ísetningu hurða og glerja heila klabbið. Ragnhildur Trausta sá um að orkubúskapurinn væri í jafnvægi.

 

Jón Ásbj, Viðar og Margrét voru farin þegar myndin var tekin. Frábær dagur að baki og allt tilbúið fyrir útsynninginnKlárað að loka viðbyggingunni

Hinni Gylfa, Kristján, Tóti, Davíð, Kjartan, Hákon, Steini, Þórir, Sæmundur, Ragnhildur, Svanur og Össi.

Jón Ásbj, Viðar og Margrét voru farin þegar myndin var tekin. Frábær dagur að baki og allt tilbúið fyrir útsynninginn.

 

STÆKKUN HARÐARBÓLS

"Nú er að duga eða drepast"

Við byrjum kl. 10.00 laugardaginn 29. nóv.  og verðum að til ca. kl. 16.00. Verkefnið er að glerja gluggana sem eru komnir í, setja í útihurðakarma og glerja hurðir, setja járn og kjöl á þakið,  síðan er tiltekt á svæðinu. Þá er húsið lokað og við getum slakað á fram yfir áramótJ

Fh bygginganefndar um Stækkun Harðarbóls

Gunni Steingríms gsm 822-4402

ÍÞRÓTTAMAÐUR HARÐAR 2014 - REYNIR ÖRN PÁLAMSON

Reynir Örn

Reynir Örn Pálmason er Íþróttamaður Harðar 2014.  Reynir Örn er einn fremsti knapi landsins og tók þátt í öllum stórmótum sem haldin voru á landinu 2014.  Hann var jafnframt valinn í landslið Íslands sem keppti á Norðurlandamóti í Danmörku.  Við óskum Reyni til hamingju með árangurinn og óskum honum alls hins besta.

Árangur Reynis Arnars árið 2014 m.a.:

Nánar...

NEFNDARKVÖLDIÐ Á MORGUN

Á morgun verður nefndarkvöldið okkar í Herði. Húsið opnar kl.19.30 og borðhaldið hefst kl. 20.00.  Fríða "okkar" ætlar að elda fyrir okkur.  Hákon og Guðjón ætla að spila fyrir okkur eins og þeim einum er lagið.  Íþróttamaður Harðar 2014 verður heiðraður.

Vonandi hafa allir sem hafa starfað fyrir félagið sl. ár, s.s. sjálfboðaliðar og nefndarfólk,  fengið boð um að mæta og líka þeir sem ætla að starfa í nefndum á næsta ári.  Ef einhver kannast ekki við að hafa verið boðinn er viðkomandi beðinn um að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda sms í síma 8616691.

 

 

LEIGA Á HÁLFRI REIÐHÖLLINNI

Ekki er heimilt að draga tjaldið í miðri höllinni fyrir án þess að viðkomandi hafi skráð sig í bókina í reiðhöllinni og þ.a.l. tekið tímann frá og greitt fyrir hann.  Einnig er hægt að bóka tíma hjá umsjónarmanni reiðhallarinnar í síma 8600264 eða með því senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og bóka tíma.

Þeir sem ekki fara eftir þessum reglum verður vísað úr reiðhöllinni.