RÉTT ER AÐ MINNA Á UMGENGNISREGLUR SEM GILDA FYRIR HESTHÚSAHVERFIÐ Í MOSFELLSBÆ

Formaður Harðar og formaður Hesthúseigendafélagsins áttu fund með Heiðbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis og umhvefisfulltrúa Mosfellsbæjar þann 26.janúar sl.  Þar var farið yfir þær umhvefisreglur sem gilda í hesthúsahverfinu ásamt mörgu öðru.  Þessar reglur eru aðgengilegar á heimasíðu Harðar, en vert er að minna á þá reglu er snýr að heyböggum og öðru er geymt er við hesthús.  Bent er á að hægt að að notast við rúllubaggasvæðið austast í hverfinu.  Heybaggar hafa valið slysum á síðastliðnum vikum og biðjum við því fólk að huga að böggum við sitt hús, svo ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.

Einnig biðjum við fólk að leggja ekki bílum nema á þar til gerðum bílastæðum.  Það er algjörlega ófært að bílum sé lagt í þröngum götum sem liggja að hesthúsunum og þessir bílar skapa mikla slysahættu.

 

 

Almenn umgengni. 4. gr.

Þeir, sem nota hesthús í hverfinu, skulu ganga vel um umhverfi sitt. Bannað er að skilja eftir hvers konar rusl eða annað óviðkomandi utanhúss, s.s. sagpoka,heyrúllur og rúllubaggaplast,timbur og verkfæri.
Í hverju hesthúsi skal vera viðurkennt sorpílát og skulu hesthúsaeigendur kosta uppsetningu þess og tæmingu. Urðun úrgangsefna í hesthúsinu og öll brennsla er bönnuð. Hættulegum úrgangi skal halda aðskildum frá öðrum úrgangi og skila inn til mótökustöðva fyrir spilliefni.
Óheimilt er að geyma hey og spón utandyra á svæðinu, svo og að dreifa spóni og heyi um svæðið.
Lausagangur hesta er bönnuð. Eigendur bera ábyrgð á leigjendum sínum hvað varðar alla umgengni í hesthúsahverfinu.