VERÐLAUNAAFHENDING Í KVÖLD Í HARÐARBÓLI KL.19.30

Mótsstjórn hefur ákveðið að vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður úrslitum Sumarsmellsins sleppt. Verðlaun verða veitt eftir niðurstöðum úr forkeppni og bjóðum við knöpum að mæta í verðlaunaafhendingu í kvöld mánudag í Harðarbóli klukkan 19:30... Kaffi verður á könnunni 

HÁÞRÝSTIÞVOTTUR Í REIÐHÖLLINNI Í DAG

Kæru félagsmenn. 

Í dag 28. ágúst milli 18.00 og 21.00 ætlum við að taka höndum saman og háþrýstiþvo og skrúbba veggi í reiðhöllinni. Mikið verður um að vera í haust og vetur og langar okkur að allir sem nýta sér höllina komi að henni fínni og hreinni. Við hvetjum alla sem hafa tíma í dag til að leggja okkur lið. Endilega mætið þið með þvottakústa og sápu ef þið eigið það til. Háþrystadæla verður á staðnum.

Með fyrirfram þökk
Reiðhallarvinir 

STÆKKUN HARÐARBÓLS

Hestamannafélagið Hörður ætlar að ráðast í  þá framkvæmd að stækka félagsheimilið Harðarból.  Búið er að deiliskipuleggja svæðið og teikningar liggja fyrir.  Framkvæmdir hefjast í byrjun september.  Þegar er búið að safna töluverðri upphæð til verksins og búið er að fá tilboð í sem mest af efninu.  

 

Félagsgjöldin verða EKKI notuð í framkvæmdirnar, heldur treyst á sjálfboðavinnu og fjárframlög.

 

Ætlunin er að gera viðbygginguna fokhelda fyrir hrossakjötveislu 8-villtra í lok október 2014.

Öll vinna við verkið verður unnin í sjálfboðavinnu.  Við leitum því til ykkar,kæru félagar um aðstoð með hamra og sagir, þegar kallið kemur.  Þetta eru nokkrar helgar í september og október gerum við ráð fyrir. Verkstjóri verður á staðnum og leiðbeinirfólki.  Þáverður hópur sem sér um að vinnufólk fái að borða og drekka.  

 

Við Harðarmenn erum löngu orðin landsþekkt fyrir samstöðu og samheldni.  

Stækkunin á eftir að nýtast okkur Harðarfólki um ókomin ár.  

 

Fyrir hönd byggingarnefndar Harðarbóls

Jóna Dís Bragadóttir

Formaður Hestamannafélagsins Harðar

Nánar...

SAMNINGUR MILLI FMOS OG HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Hestamannafélagið Hörður hafa gert með sér samning um að Hörður leigir FMOS hluta reiðhallarinnar undir kennslu á hestabraut skólans.  Búið er að setja inn á viðburðardagatalið þá tíma sem hluti hallarinnar er lokaður.  Biðjum við fólk að kynna sér það.

Randbeit bönnuð frá 20. ágúst-hross fjarlægð þar sem beit er búin

Nú er 20. ágúst genginn í garð og því ástæða til að benda öllum þeim sem leigja beit hjá félaginu að héðan í frá er bannað að randbeita. Þá þarf að loka af þeim hlutum hólfanna sem búið er að beita og hafa hrossin einvörðungu á óbeitta hlutanum. Þá er rétt að ítreka þá harðlínustefnu félagsins að  öllum hólfum verði skilað í einkunn þremur og því tímabært að fjarlægja hross úr þeim hólfum sem beit er uppurin í. 
Gerð var úttekt á hólfunum nýlega og verður haft samband við þá sem eiga að fjarlægja hrossin strax. 

Beitarnefnd

REIÐHÖLLIN

Eins og margir hafa tekið eftir þá hafa verið framkvæmdir í reiðhöllinni. Viðhaldið varð meira heldur en við gerðum ráð fyrir og hefur það því tekið lengri tíma en áætlað var.  Nú fer framkvæmdum í reiðsalnum að ljúka.  Áfram verða framkvæmdir í anddyri reiðhallarinnar og fyrir utan hana.  Biðjum við fólk að sýna því tilllitsemi.

MINNUM Á FUNDINN Í KVÖLD, KL.18.30 Í HARÐARBÓLI, ÞAR SEM HESTAÍÞRÓTTAKLÚBBURINN VERÐUR KYNNTUR

Í kvöld kl.18.30 verður haldinn kynningarfundur í Harðarbóli þar sem Hestaíþróttaklúbburinn í Herði verður kynntur. Hvetum alla til að mæta og kynna sér þetta frábæra framtak, þar sem hægt verður að stunda hestamennsku Hestaíþróttaklúbburinnallt árið.

REIÐHÖLLIN VERÐUR LOKUÐ ÁFRAM

Því miður verðum við að hafa reiðhöllina áfram lokaða, a.m.k. út þessa viku.

Beðist er velvirðingar á þessari lokun, en viðhald verður að fara fram á höllinni og það er ekki hægt nema að hún sé lokuð.