AÐALFUNDURINN 2014

Aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar var haldinn 5.nóveber s.l.  Á fundinn mættu um 50 manns.  Fundurinn fór vel fram og voru málefnalegar umræður.  Lagabreytingar sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar.  Stjórnin var endurkjörin og eru því engar breytingar á henni.

Stjórn Harðar þakkar Harðarfélögum fyrir komuna og vonast eftir ánægjulegu stamstarfi á komandi starfsári.

Ársskýrslan 2013-2014 er komin á heimasíðu Harðar

Stjórn Harðar

AÐALFUNDUR HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR 2014

Verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember

í Harðarbóli og hefst fundur kl. 20:00.

Efni fundarins:

  1. Hefðbundin aðalfundarstörf
  2. Lagabreytingar

Um er að ræða lagabreytingar sem fela í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum félagsins samkvæmt tillögu kjörinnar laganefndar. Endanlegar tillögur verða kynntar félagsmönnum á heimasíðu félagsins minnst viku fyrir aðalfund.

  1. Önnur mál

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar

Lög Hestamannafélagsins Harðar

LÖG HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR

1. grein

 

Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnesog Kjós.Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.  

Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.

Nánar...

Greinargerð

GREINARGERÐ

 

Tillögur um breytingu á lögum Hestamannafélagsins Harðar

 

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 7. nóvember 2013 var samþykkt tillaga um að skipuð yrði nefnd til að endurskoða lög félagsins í heild sinni.  Nefndin skyldi skipuð 5 mönnum, þar af tveimur mönnum úr stjórn félagsins.  

Nefndin var skipuð af formanni félagsins, þannig að úr stjórn voru skipaðir Ólafur Haraldsson, og Sigurður Guðmundssonaf annarra félagsmanna voru skipaðir, Marteinn Magnússon, Hákon  Hákonarson og Júlíus Ármann.  Nefndin hélt nokkrafundi þar sem fjallað var um þær breytingar sem hún taldi nauðsynlegt að gera á lögum félagsins.  

Mikilvægustu atriðin voru að mati nefndarmanna að kveða á um það að tilskilinn lágmarksfjöldi félagsmanna yrði að vera mættur á fundum félagsins til að þeir teldust vera lögmætir (ályktunarbærir).  Þá töldu nefndarmenn nauðsynlegt að taka inn í lög félagsins ákvæðium Félag hesthúseiganda á Varmarbökkum, en samþykkt var á aðalfundi félagsins og í Félags hesthúseiganda á Varmarábökkum á árinu 2000 aðFélag hesthúseiganda á Varmarbökkum skyldi vera deild innan félagsins.  Þá taldi nefndin rétt að gera tillögur um breytingar á ákvæði laganna um kosningu formanns og aðrar breytingar eins og þeim er lýst í greinargerð þessari.

Hér að neðan er að finna stutt yfirlit yfir tillögur nefndarinnar og skýringar á þeim.  

 

Nánar...

Námskeið veturinn 2015

Ágætu félagsmenn

Nú er undirbúningur fyrir námskeið vetrarins í fullum gangi, bæði hjá æskulýðsnefnd og fræðslunend.

Hér að neðan má finna link inná könnun á vegum félagsins hvernig námskeið við viljum fara á eða börnin okkar.

Nánar...