UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA

Miðasölu á uppskeruhátíð hestamanna lýkur á morgun kl. 18:00

Undirbúningur fyrir hátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum 10. janúar næstkomandi stendur nú sem hæst.  Hátíðin er samstarfsverkefnið Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda og hefur verið haldin á haustmánuðum en var frestað.  Dagskráin verður fjölbreytt og létt en eins og vant er verða veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppni og ræktun o.fl.  Margt verður til skemmtunar og meðal annars mun nýstofnaður hestamannakvartett skemmta.  Veislustjóri verður hinn geðþekki Gísli Einarsson.

Nánar...

ÞRIF OG PIZZU PARTÝ /æskulýðsnefnd

Til að gera okkur klár fyrir veturinn,þá ætlum við að hittast í reiðhöllinni föstudaginn
9. janúar ef þið kl: 18 -20 og þrífa reyðtygin. Á staðnum verður sápa og olía enn gott ef þið komið með tuskur og fötu. Helga Skowronski söðlasmiður mætir og leiðbeinir okkur.
HITTUMST ÖLL Í FJÖRINU Á NÝJU ÁRI

Æskulýðsnefndin

 

 

Skráningar í gangi á námskeið 2015

Ágætu félagar

Minnum á námskeið vetrarins

Skráning á öll námskeiðin fer fram á sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add 

Námskeiðslýsingar má svo finna á undir "námskeið æskulýðsnefndar" og "námskeið fræðsluefndar" hér á heimasíðu félagsins www.hordur.is

Kveðja

Fræðslu og æskulýðsnefnd Harðar

Námskeið fræðslu og æskulýðsnefndar skráning 2015

Ágætu félagar!!

Skráingarfrestur á námskeiðin er næstkomandi þriðjudag 6. janúar.

Skráning hefur farið hægt á stað og ef ekki næst skráning á eitthvert ákveðið námskeið áskilur félagið sig þann rétt að fella það niður.

Endilega kæru félagar skoðið það fjölbreytta úrval námskeiða sem er í boði.

Höfum það saman gaman í vetur.

 

Kv fræðslu og æskulýðsnefnd 

Skráningar í fullum gangi á námskeið 2015

Ágætu félagar

Minnum á námskeið vetrarins

Skráning á öll námskeiðin fer fram á sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add 

Námskeiðslýsingar má svo finna á undir "námskeið æskulýðsnefndar" og "námskeið fræðsluefndar" hér á heimasíðu félagsins www.hordur.is

Kveðja

Fræðslu og æskulýðsnefnd Harðar

LYKILL AÐ REIÐHÖLLINNI OG FÉLAGSGJÖLDIN

Stjórn Harðar ákvað á fundi 25.nóv. sl. að hækka gjald fyrir lykla í reiðhöllina.

Heill dagur kostar 32.500kr., árgjaldið, þá er lykillinn opinn frá kl. 8.00 - 23.30.

Hálfur dagur kostar 8.000kr., árgjaldið, þá  er lykillinn opinn frá kl. 16.00 - 23.30.

Um helgar eru báðir lyklarnir opnir frá kl.8.00 - 23.30.

Gjalddaginn er 1.janúar og eindagi 10.janúar, á það líka við um félagsgjöldin. Greiða verður bæði fyrir lykilinn og félagsgjöldin til þess að opnað verði fyrir lykilinn að reiðhöllinni.

Þegar greitt hefur verið opnast fyrir lykilinn innan tveggja daga.

Jafnframt þessu erum við að taka í notkun nýtt aðgangskerfi og verður lokað fyrir alla lykla 10janúar, þegar kerfið verður tekið í notkun.  Þeir sem eru að fara á reiðnámskeið í reiðhöllinni á svæði 2 (innri salurinn) eiga eftir þetta að nota litlu hurðina á gaflinum sem snýr í vestur.

Þeir sem leigja höllina undir reiðkennslu geta séð gjaldskránna á heimasíðunni.