UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, janúar 05 2015 18:57
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Miðasölu á uppskeruhátíð hestamanna lýkur á morgun kl. 18:00
Undirbúningur fyrir hátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum 10. janúar næstkomandi stendur nú sem hæst. Hátíðin er samstarfsverkefnið Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda og hefur verið haldin á haustmánuðum en var frestað. Dagskráin verður fjölbreytt og létt en eins og vant er verða veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppni og ræktun o.fl. Margt verður til skemmtunar og meðal annars mun nýstofnaður hestamannakvartett skemmta. Veislustjóri verður hinn geðþekki Gísli Einarsson.



