NÁTTÚRUREIÐ

Grillreiðtúr félagsins verður laugardaginn 24.maí.

Riðið verður upp að Hrafnhólum.

Haddi og Logi sjá um grillhlaðborð og aðrar veitingar.

Gítarspil og söngur – miðaverð kr. 3.500,-

ATH : borga með peningum - ekki kort

Lagt af stað úr hverfinu kl. 13.30.

Fararstjóri Lilla

Ráslisti æfingamóts

Æfingamót Æskulýðsnefndar Harðar
Þriðjudaginn 20.maí kl. 17:00  
       
  Barnaflokkur    
       
  Nafn F.ár hestur
17:00 Íris Birna Gauksdóttir 2002 Góðar frá Skarði, 11v,  - upp á vinstri
17:05 Magnús Sigurðsson 2001 Reykur frá Suðanesi, 19v
17:10 Helga Stefánsdóttir 2003 Kolbeinn frá Hæli, 8v jarpur
17:15 Pétur Ómar Þorsteinsson 2003 Hrókur frá Enni, 19v
17:20 Rakel Ösp Gylfadóttir 2001 Klara frá Skák, 8 vetra
17:25 Viktoría Von Ragnarsdóttir 2003 Mökkur frá Heysholti,  - upp á vinstri hönd
17:30 Aron Máni Rúnarsson 2003 Vakur frá Syðri-Hofdölum, 17v
17:35 Stefanía Vilhjálmsdóttir 2002 Embla frá Lækjahvammi, 12v
17:40 Sara Bjarnadóttir 2002 Sprettur frá Hraðastöðum 1, 12v
17:45 Benedikt Ólafsson 2003 Týpa frá Vorsabæ
17:50 Emelía Sól Arnarsdóttir 2002 Boggi frá Bakka, 24v
17:55 Kristrún Bender 2003 Áfangi frá Skollagróf
18:00 Íris Birna Gauksdóttir 2002 Brynjar frá Sólvangi, 14v brúnn
18:05 Magnús Sigurðsson 2001 Freyja frá Oddgeirshólum, 11v
18:10 Helga Stefánsdóttir 2003 Völsungur frá Skarði, 5v brúnstjörnótt leist
18:15 Pétur Ómar Þorsteinsson 2003 Fönix frá Ragnheiðarstöðum, 11v
       
  Unglingaflokkur    
       
  Nafn kt hestur
18:30 Snædís Birta Ásgeirsdóttir 2000 Róða frá Reynisvatni, 8 vetra
18:36 Linda Bjarnadóttir 1999 Gullbrá frá Hólabaki, 7v
18:42 Anton Hugi Kjartansson 1999 Bylgja frá Skriðu, 6v
18:48 Erna Jökulsdóttir 1999 Hringja frá Dýrfinnustöðum, 8v
18:54 Sandra Kristín Lynch 1998 Flinkur frá Koltursey, 9v
19:00 Thelma Rut Davíðsdóttir 2000 Goði frá Hólmahjáleigu, 10v
19:06 Magnús Þór Guðmundsson 2000 Kvistur frá Skálmholti, 10v
19:12 Snædís Birta Ásgeirsdóttir 2000 Rimbi frá Reynisvatni, 7 vetra
19:18 Anna Bryndís Zingsheim 1998 Erill frá Mosfellsbæ
       
  Ungmennaflokkur    
       
  Nafn kt Hestur 
19:30 Súsanna Katarína Guðmundsdóttir 1996 Óðinn frá Hvítárholti
19:36 Páll Jökull Þorsteinsson  1996 Jarl frá Lækjarbakka 7v
19:42 Lilja Dís Kristjánsdóttir 1994 Strákur frá Lágafelli, 8 vetra
19:48 Hulda Kolbeinsdóttir 1995 Nemi frá Grafarkoti
19:54 Súsanna Katarína Guðmundsdóttir 1996 Hyllir frá Hvítarholti

FJÖLSKYLDUREIÐTÚR ÆSKULÝÐSNEFNDAR Í GÆR

í gær sunnudag, stórð Æskulýðsnefndin fyrir frábærum fjölskyldureiðtúr og var riðið upp að Hraðastöðum þar sem húsdýragarðurinn sem þar er starfræktur var skoaður.  Góð mæting var og frábært veður. Allir nutu sýn í botn á Hraðastöðum enda margt að skoða og fengu svo grillaðar pylsur áður en riðið var heim.Hradastadir

Æfingamót Æskulýðsnefndar Harðar

Hvetjum ALLA knapa í barna-, unglinga- og ungmennaflokki sem stefna að úrtöku fyrir Landsmót að skrá sig. Eingöngu riðin forkeppni og fá allir knapar einkunir og umsagnir frá dómurum (það verða 3 dómarar). Einn knapi inná í einu. Knapar verða kallaðir inn eftir skráningaröð og skulu vera mættir á upphitunarsvæði í reiðhöll tímanlega.
Trausti Þór Guðmundsson reiðkennari og Rúna Einarsdóttir verða staðnum til að aðstoða knapa.

Barnaflokkur (10-13 á árinu): Riðnir skulu 2 hringir og sýnt fet, tölt og/eða brokk og stökk. Algengt að riðið sé hálfur hringur á feti, hálfur hringur á stökki og heill á tölti og/eða brokki (ef bæði sýnt, þá gildir betri einkunnin).

Unglingaflokkur (14-17 á árinu): Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur, þ.e. annað hvort tölt eða brokk á langhliðum. 

Ungmennaflokkur (18 - 21 á árinu): Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, hægt tölt, brokk, stökk og greitt tölt á langhliðum. 

Mjög gott er að kynna sér vel reglurnar á síðu LH

Ef þið hafið spurningar, setið þær hér inn og mun einhver dómari svara og geta þá allir nýtt sér upplýsingarnar (svo ekki þurfi að svara sömu spurningunum oft). 

Ekkert skráningagjald
Skráningu lýkur sunnudagskvöld 18.maí
Skráning: Senda þarf upplýsingar um knapa (nafn, fæðingarár, flokkur, gsm, netfang) og hest (heiti og aldur) á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Dagskrá (áætluð):
Kl. 17:00 Barnaflokkur
Kl. 18:30 Unglingaflokkur
Kl. 20:00 Ungmennaflokkur

NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR TIL AÐ EIGNAST HAPPDRÆTTISMIÐA TIL STYRKTAR FRÆÐSLUNEFND FATLAÐRA Í HERÐI

Vinningaskráin í Stóðhestahappdrættinu er stórglæsileg og enn gæti bæst við - dregið verður á næstunni - kynnum það hér fljótlega!  Hægt er að nálgast miða hjá Berglindi í s:8996972 og Fríðu í s.6997230. Einnig fást miðarnir í öllum hestavöruverslunum landsins.

En hér má sjá listann eins og hann er núna:

 

Nánar...

Fjölskyldureiðtúr Harðar

Hittumst kl. 13:00 á sunnudaginn (18.maí) í Naflanum og ríðum saman upp að Hraðastöðum í Mosfellsdal. Þar verður grillað og leikið sér. Áríðandi er að foreldrar komi með börnunum. Þetta er frítt og góð veðurspá, svo nú er bara að fjölmenna og eiga skemmtilegan dag.

TÖLT OG SKEIÐ Á LANDSMÓTI

Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.

Nánar...

"FORMANNSFRÚAR"-KARLAREIÐ HARÐAR 2014

Laugardaginn 17. maí verður farin hin vinsæla karlareið frá Þingvöllum í Mosfellsbæ. Áætlað er að leggja af stað frá Skógarhólum kl. 12.00 en flutningur frá hesthúsahverfinu kl. 10.00. Menn þurfa að koma sér saman um þennan flutning og að nýta hestakerrurnar sem best.

Byrjað verður á því að bjóða uppá morgunverð í Harðarbóli kl.8.30.

Veitingar verða framreiddar á leiðinni og að lokinni reið verður haldin grillveisla í félagsheimilinu.

Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 15. maí og greiða 7.500 kr. inn á eftirfarandi reikning sem jafnframt er staðfesting á þátttöku, munið að láta nafn og kennitölu fylgja greiðslunni:

549-26-4259 kt. 650169-4259 - Hestamannafélagið Hörður

Hægt er að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma:8616691

Þetta er eitthvað sem enginn karl má láta framhjá sér fara.

Kríuhátíðin 2014 – Þolreið – Grill - Gleði

Skráning er í fullum gangi í Þolreið Kríunnar þann 10 maí næstkomandi hjá Herði í síma 897 7643, miðað er við að skráningu verði lokið miðvikudaginn  7 maí. Áhugasömum er bent á að hámark á fjölda skráinga eru 20 keppendur og þeim sem eru lengra að komnir standa til boða hesthúspláss ef  á þarf að halda.  Minnum á glæsilega vinninga, aðalavinningur er flugfar út í heim með Flugleiðum en að auki gefa Fóðurblandan og Lögmenn á Suðurlandi fleiri verðlaun.

Nánar...