Hvaða reiðnámskeið langar þig á?

Þessa dagana er fræðslunefnd Harðar að leggja drög að fræðsludagskrá vetrarins og okkur vantar þína hjálp. Við óskum eftir áhugasömu og hugmyndaríku fólki til að vinna með okkur í fræðslunefnd. Með öflugt félag á bakvið okkur og einhverja þá bestu aðstöðu sem finnst á landinu eru möguleikarnir nær óendanlegir. Ef við leggjumst öll á eitt ætti fræðsludagskráin að endurspegla vilja Harðarfólks sem best. 

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt getið þið haft samband við Hans Orra (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða Öglu (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). 

Síðustu forvöð að skrá sig á frumtamninganámskeið

Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 6. október nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s. atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.


Námskeiðið spannar fjórar vikur og verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.
Verð 35.000. Kennt verður í 4-5 manna hópum en bóklegir tímar verða sameiginlegir. Nemendur fylgjast með hvor öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.

Harðarfélagar ganga fyrir en námskeiðið er öllum opið.

Fræðslunefnd áskilur sér þann rétt að fella námskeiðið niður ef ekki næst næg þátttaka

Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala er ekki í félagaskrá þarf að fara inn á hordur.is eða síðu annars hestamannafélags og sækja um aðild).
4. Velja atburð.
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

Fræðslunefnd Harðar.

UMSJÓNARMAÐUR REIÐHALLARINNAR

Ingólfur Á. Sigþórsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður reiðhallarinnar. 

Símanúmerið hans er 8600264 og netfang er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Viðvera í reiðhöllinni verður auglýst síðar.

UMSJÓNARMAÐUR REIÐHALLARINNAR

Ingólfur Á. Sigþórsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður reiðhallarinnar. 

Símanúmerið hans er 8600264 og netfang er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Viðvera í reiðhöllinni verður auglýst síðar.

Frumtamninganámskeið með Robba

Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 6. október nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s. atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.

Nánar...

MINNUM Á UPPSKERUHÁTÍÐNA Á FIMMTUDAGINN

Uppskeruhátíðin okkar verður í Harðarbóli fimmtudaginn 2. okt.  og vonumst við til að sjá sem flesta Harðarkrakka með foreldrum sínum.  

Hátíðin byrjar kl.18.20 og verður glæsilegur matur í boði ásamt skemmtiatriðum og viðurkenningar verða veittar.

P.S ef einhverjir eiga skemmtilegar myndir sem við getum notað í myndasjó af  síðasta vetri má senda það á bryndisar@gmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur.

Æskulýðsnefndin

Stable quis 2014

Eftir mikla eftirspurn og þrýsting munum við halda "Stable quis" (spurningakeppni hestamannafélaganna) í haust, keppnin sló alveg í gegn í hittifyrra en ekki náðist að setja hana upp sl haust vegna anna. 

NOKKUR PLÁSS LAUS Á JÁRNINGARNÁMSKEIÐ

Dagana 18-19. október verður haldið járningarnámskeið með Sigurði Oddi á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ í samvinnu við fræðslunefnd Harðar

Námskeiðið kostar 28.000 og innifalið í því eru öll helstu gögn, kaffi /matur á námskeiðstíma.

Skáning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add  fyrir 5 október næstkomandi.

Fræðslunefnd áskilur sig þann rétt að fella niður námskeiðið ef ekki næst lágmarks skráning.

Kveðja fræðslunefnd Harðar

Laus störf hjá Herði

ATH umsóknarfestur rennur út á morgun 20.september

MINNUM Á LAUS STÖRF HJÁ HESTAMANNAFÉLAGINU HERÐI. UMSÓKNAFRESTUR RENNUR ÚT 20.SEPTEMBER.
Laus störf til umsóknar hjá Hestamannafélaginu Herði
Yfirreiðkennari - reiðkennarar
Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2014-2015. Jafnframt auglýsir félagið eftir yfirreiðkennara sem myndi skipuleggja reiðnámskeið í samvinnu við reiðkennara félagsins, æskulýðsnefnd og fræðslunefnd Harðar. Hann myndi jafnframt búa til stundatöflur og sjá um nokkra viðburði yfir veturinn. Yfirreiðkennari myndi einnig kenna, ekki er um fullt starf að ræða, en viðvera verður ákveðin í samráði við viðkomandi aðila og stjórn félagsins.
Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum.
Umsjónamaður reiðhallar félagsins
Leitað er að einstakling til að sjá um viðhald og umsjón reiðhallar félagsins. Viðkomandi þarf að sjá um tímabókanir í reiðhöllinni, þrif og létt viðhald. Ekki er um fullt starf að ræða en viðvera verður ákveðin í samráði við starfsmann og stjórn félagsins.
Þeir sem hafa áhuga senda umsókn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20.september 2014.