HELLUR VIÐ HARÐARBÓL FÁST GEFINS

Nú á að fara að grafa fyrir viðbyggingunni við Harðarból og fást því um 20fm af hellum gefins þar sem grunnurinn verður.  Þeir sem hafa áhuga verða að fjarlægja hellurnar um helgina.  Vinsamlegast hafið samband við Jónu Dís í síma 8616691

ÞINGFULLTRÚAR HARÐAR Á LH-ÞING

Landsþing hestamanna verður haldið á Selfossi daganna 17.-18. október n.k. Hörður sendir skv. félagatali og reglum LH 11 fulltrúa á þingið.
 
Á síðasta aðalfundi var samþykkt að stjórn félagsins tilnefni úr röðum félagsmanna fulltrúa þess á ársþing LH. 
 

LH-ÞING VERÐUR 17.-18.OKT. N.K.

Hvetjum félagsmenn til að senda tillögur sem þeir vilja koma á framfæri á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þingfulltrúar Harðar taka svo tillögurnar til umfjöllunar.

LH-ÞING VERÐUR HALDIÐ 17.-18.OKTÓBER N.K.

Hvetjum félagsmenn til að senda tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem þeir vilja koma á framfæri fyrir þingið. Þingfulltrúar Harðar taka svo tillögurnar til umfjöllunar.

HÁÞRÝSTIÞVOTTUR Í REIÐHÖLLINNI Í DAG

Kæru félagsmenn. 

Í dag 28. ágúst milli 18.00 og 21.00 ætlum við að taka höndum saman og háþrýstiþvo og skrúbba veggi í reiðhöllinni. Mikið verður um að vera í haust og vetur og langar okkur að allir sem nýta sér höllina komi að henni fínni og hreinni. Við hvetjum alla sem hafa tíma í dag til að leggja okkur lið. Endilega mætið þið með þvottakústa og sápu ef þið eigið það til. Háþrystadæla verður á staðnum.

Með fyrirfram þökk
Reiðhallarvinir 

VERÐLAUNAAFHENDING Í KVÖLD Í HARÐARBÓLI KL.19.30

Mótsstjórn hefur ákveðið að vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður úrslitum Sumarsmellsins sleppt. Verðlaun verða veitt eftir niðurstöðum úr forkeppni og bjóðum við knöpum að mæta í verðlaunaafhendingu í kvöld mánudag í Harðarbóli klukkan 19:30... Kaffi verður á könnunni 

STÆKKUN HARÐARBÓLS

Hestamannafélagið Hörður ætlar að ráðast í  þá framkvæmd að stækka félagsheimilið Harðarból.  Búið er að deiliskipuleggja svæðið og teikningar liggja fyrir.  Framkvæmdir hefjast í byrjun september.  Þegar er búið að safna töluverðri upphæð til verksins og búið er að fá tilboð í sem mest af efninu.  

 

Félagsgjöldin verða EKKI notuð í framkvæmdirnar, heldur treyst á sjálfboðavinnu og fjárframlög.

 

Ætlunin er að gera viðbygginguna fokhelda fyrir hrossakjötveislu 8-villtra í lok október 2014.

Öll vinna við verkið verður unnin í sjálfboðavinnu.  Við leitum því til ykkar,kæru félagar um aðstoð með hamra og sagir, þegar kallið kemur.  Þetta eru nokkrar helgar í september og október gerum við ráð fyrir. Verkstjóri verður á staðnum og leiðbeinirfólki.  Þáverður hópur sem sér um að vinnufólk fái að borða og drekka.  

 

Við Harðarmenn erum löngu orðin landsþekkt fyrir samstöðu og samheldni.  

Stækkunin á eftir að nýtast okkur Harðarfólki um ókomin ár.  

 

Fyrir hönd byggingarnefndar Harðarbóls

Jóna Dís Bragadóttir

Formaður Hestamannafélagsins Harðar

Nánar...

SAMNINGUR MILLI FMOS OG HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Hestamannafélagið Hörður hafa gert með sér samning um að Hörður leigir FMOS hluta reiðhallarinnar undir kennslu á hestabraut skólans.  Búið er að setja inn á viðburðardagatalið þá tíma sem hluti hallarinnar er lokaður.  Biðjum við fólk að kynna sér það.