Þolreið á Landsmót

Opið er fyrir skráningar í þolreið sem fram fer á laugardaginn kemur. Keppnin er tveggja liðakeppni tveggja para og leiðin sem farin verður er þá í tveimur hlutum, sú fyrri frá Selfossi að Þjórsárbrú og sú seinni frá Þjórsárbrú á Gaddstaðaflatir. Leiðirnar eru um 18km hvor, svo ekki er nauðsynlegt að hafa sérstaklega þjálfaðan þolreiðarhest, heldur ætti vel þjálfaður reiðhestur að rúlla þessu upp.

Þolreiðin hefst kl. 10 á laugardagsmorgun með læknisskoðun keppnishestanna í reiðhöllinni á Selfossi.

Eftir að seinni hestur hvers liðs kemur í mark á Gaddstaðaflötum verður dýralæknaskoðun, púls mældur og þess háttar. Kl. 17.15 verður síðan verðlaunaafhending á aðalvelli og þangað koma öll þátttökuliðin saman. Í fyrstu verðlaun eru flugmiðar fyrir tvo á HM2015 í Herning í Danmörku á næsta ári. Veglegir eignarbikarar verða svo veittir að auki.

Skráning í þolreiðina fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Ekkert skráningargjald er innheimt af þátttakendum.

Þetta er skemmtileg keppni fyrir breiðan hóp knapa og hesta og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst. 

Afhending jakka frestast

Jakkarnir og peysurnar verða ekki til í dag. ÞVÍ MIÐUR !!! Við munum setja inn afhendingartíma síðar í dag, en knapar í yngri flokkum fá sitt afhent á Margrétarhofi á morgun (laugardag). Aðrir sækja í Harðarból eða Reiðhöll á morgun (laugardag). Tímasetning auglýst síðar í dag. Þeir sem ekki komast þá, geta vitjað jakkanna á LM (líka auglýst síðar).

FÁNAREIÐ Á LANDSMÓTI 2014

Þeir sem ætla að taka þátt í fánareið sem verður á LM 2014 fimmtudaginn 3. júlí kl. 20:00 vinsamlegast skráið ykkur með því að hringja í síma 6603854 og látið vita hversu margir taki þátt úr t.d fjölskyldunni.

Æskilegt er að vera í félagsbúningi.

Með kærri kveðju og von um að Harðarfélagar sameinist í fánareið og sýni samstöðu um það hversu öflugt félag við erum.
Umsjón fánareiðar fyrir Hörð er Bryndís Ásmundsdóttir 660 3854

GRILL Á SUNNUDAGINN N.K.

Á sunnudaginn n.k. 29.júní verður  sameiginlegt grill með Fáksmönnum á LM 2014.  Hörður hefur leigt tjald með Fáki, Spretti og Sörla og verður grillið þar eftir knapafundinn kl. 19.00.  Þetta tjald er til afnota fyrir félagsmenn þessara félaga.  Síðar í vikunni verður annað grill og verður það auglýst síðar.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá tjaldstæði sem tekið hefur verið frá fyrir félagsmenn Harðar, Spretts, Fáks og Sörla og eru þau merkt með fánum félaganna.  Á þessu svæði er einnig veitingatjaldið. Tjaldstæðið er merkt blátt á myndinni.

Reddari Harðar á Landsmótinu verður Fríða Halldórs og hægt er að ná í hana í síma: 6997230

LMkort2014tjaldst

FÉLAGSBÚNINGUR Á LANDSMÓTI - JAKKAMÁL

Eins og flestir vita þá vantar okkur Harðarkeppnisjakka.  Því  miður tókst ekki að láta sauma jakka fyrir LM 2014, en þeir verða tilbúnir í haust á góðu verði.  Við biðlum því til þeirra félaga okkar sem eiga jakka inni í skáp og eru ekki að nota þá að lána þá núna í eina viku.  Fríða "okkar" Halldórs. ætlar að sjá um jakkamálin og endilega hafið samband við hana ef þið viljið lána jakka og eins ef ykkur vantar jakka til að keppa í.  Síminn hjá Fríðu er: 6997230

Þeir sem keppa fyrir hönd Hestamannafélagsins Harðar á Landsmóti skulu keppa í félagsbúningi Hestamannafélagsins Harðar. Hann samanstendur af grænum jakka, hvítri skyrtu, rauðu bindi, hvítum buxum og svörtum stígvélum.