ÚTHLUTUN ÚR SAMFÉLAGSSJÓÐI VIRÐINGAR

Þann 19. júní 2014 var styrkjum úr samfélagssjóðum Virðingar úthlutað í sjötta sinn. Samfélagssjóðir Virðingar eru tveir, AlheimsAuður og Dagsverk Virðingar.

fraedslunefnd-fatl

AlheimsAuði er ætlað að hvetja konur til athafna og frumkvæðis, einkum í þróunarlöndunum. Tvö verkefni hlutu styrki AlheimsAuðar að þessu sinni.

Enza hlaut styrk til að veita konum í fátækrahverjum Suður-Afríku brautargengi í rekstri eigin smáfyrirtækja. Markmið samtakanna er atvinnuskapandi uppbyggingarstarf fyrir konur sem hafa vegna fátæktar og annara samfélagsmeina ekki hafa fengið tækifæri til að þroska sig og mennta.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fékk síðasta hluta af árlegum styrk sem fyrst var veittur 2010 til uppbyggingar á Vigdísarstofu í alþjóðlegri tungumálamiðstöð stofnunarinnar.

Dagsverk Virðingar er samfélagsverkefni starfsmanna Virðingar hf. Það felst í því að starfsmenn gefa andvirði launa sinna í einn dag á ári í verðugt innlent málefni. Ennfremur vinna allir starfsmenn sem nemur einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis.

Styrkir Dagsverksins skiptust í þetta sinn í fjóra hluta, annars vegar peningastyrki og hins vegar vinnuframlag.

 

Hestamannafélagið Hörður, fræðslunefnd fatlaðra, peningastyrkur til að halda reiðnámskeið fyrir fólk með fötlun.

Miðstöð foreldra og barna, peningastyrkur til verkefnis til styrkingar geðheilbrigðis og tengslamyndun ungbarna og foreldra þeirra

Maritafræðslan á Íslandi, peningastyrkur til gerðar forvarnarfræðslu á tölvutækuformi um skaðsemi fíkniefna.

Vinnuframlagið fer til Sambýlisins Smárahvammi 3, Hafnarfirði, en þau fá aðstoð við viðhald og vinnu við garð og hús.

Það er von okkar að styrkirnir nýtist styrkþegum vel í starfi þeirra.

hopurinn