REIÐHÖLLIN

Eins og margir hafa tekið eftir þá hafa verið framkvæmdir í reiðhöllinni. Viðhaldið varð meira heldur en við gerðum ráð fyrir og hefur það því tekið lengri tíma en áætlað var.  Nú fer framkvæmdum í reiðsalnum að ljúka.  Áfram verða framkvæmdir í anddyri reiðhallarinnar og fyrir utan hana.  Biðjum við fólk að sýna því tilllitsemi.

MINNUM Á FUNDINN Í KVÖLD, KL.18.30 Í HARÐARBÓLI, ÞAR SEM HESTAÍÞRÓTTAKLÚBBURINN VERÐUR KYNNTUR

Í kvöld kl.18.30 verður haldinn kynningarfundur í Harðarbóli þar sem Hestaíþróttaklúbburinn í Herði verður kynntur. Hvetum alla til að mæta og kynna sér þetta frábæra framtak, þar sem hægt verður að stunda hestamennsku Hestaíþróttaklúbburinnallt árið.

Randbeit bönnuð frá 20. ágúst-hross fjarlægð þar sem beit er búin

Nú er 20. ágúst genginn í garð og því ástæða til að benda öllum þeim sem leigja beit hjá félaginu að héðan í frá er bannað að randbeita. Þá þarf að loka af þeim hlutum hólfanna sem búið er að beita og hafa hrossin einvörðungu á óbeitta hlutanum. Þá er rétt að ítreka þá harðlínustefnu félagsins að  öllum hólfum verði skilað í einkunn þremur og því tímabært að fjarlægja hross úr þeim hólfum sem beit er uppurin í. 
Gerð var úttekt á hólfunum nýlega og verður haft samband við þá sem eiga að fjarlægja hrossin strax. 

Beitarnefnd

REIÐHÖLLIN VERÐUR LOKUÐ ÁFRAM

Því miður verðum við að hafa reiðhöllina áfram lokaða, a.m.k. út þessa viku.

Beðist er velvirðingar á þessari lokun, en viðhald verður að fara fram á höllinni og það er ekki hægt nema að hún sé lokuð.

Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. – 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel ;)Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður Reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.

Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót – Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.

Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks („læka“ facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá mótanefnd

FRÁBÆR ÁRANGUR HARÐARFÉLAGA Á ÍSLANDSMÓTI

Harðarfélgar náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu sem haldið var um síðustu helgi í Fáki.  Félagið er ákaflega stolt af þessum knöpum, en mótið var feiknasterkt.

Við eignuðumst fjóra Íslandsmeistara, en þeir eru eftirfarandi:

Reynir Örn Pálmason og Greifi urðu Íslandsmeistarar í T2, opnum flokki.

Hrönn Kjartansdóttir og Sproti urðu Íslandsmeistarar í fimi ungmennaflokki.

Harpa Sigríður Bjarnadóttir og Sváfnir urðu Íslandsmeistar í fimi unglingaflokki.

Anton Hugi Kjartansson og Skíma urðu Íslandsmeistarar í tölti unglinga.

Þeir Harðarfélagar sem lentu í verðlaunasætum eru eftirfarandi:

4g unglinga: Harpa Sigríður 9.sæti.

4g ungmenna: Hinrik Ragnar 8.sæti

5g unglinga: Anna Bryndís 5.sæti, Anton Hugi 7.sæti, Harpa Sigríður 8.sæti.

5g ungmenna: Súsanna Katarína 5.sæti, Sandra Petursdottir Jonsson 6.sæti

Tölt unglinga: Anton Hugi 1.sæti, Hrafndís Katla og Anna Bryndís 5.-6.sæti.

Tölt ungmenna: Hinrik Ragnar 2.sæti, Hrönn 8.sæti og Sandra 10.sæti.

Þolreið á Landsmót

Opið er fyrir skráningar í þolreið sem fram fer á laugardaginn kemur. Keppnin er tveggja liðakeppni tveggja para og leiðin sem farin verður er þá í tveimur hlutum, sú fyrri frá Selfossi að Þjórsárbrú og sú seinni frá Þjórsárbrú á Gaddstaðaflatir. Leiðirnar eru um 18km hvor, svo ekki er nauðsynlegt að hafa sérstaklega þjálfaðan þolreiðarhest, heldur ætti vel þjálfaður reiðhestur að rúlla þessu upp.

Þolreiðin hefst kl. 10 á laugardagsmorgun með læknisskoðun keppnishestanna í reiðhöllinni á Selfossi.

Eftir að seinni hestur hvers liðs kemur í mark á Gaddstaðaflötum verður dýralæknaskoðun, púls mældur og þess háttar. Kl. 17.15 verður síðan verðlaunaafhending á aðalvelli og þangað koma öll þátttökuliðin saman. Í fyrstu verðlaun eru flugmiðar fyrir tvo á HM2015 í Herning í Danmörku á næsta ári. Veglegir eignarbikarar verða svo veittir að auki.

Skráning í þolreiðina fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Ekkert skráningargjald er innheimt af þátttakendum.

Þetta er skemmtileg keppni fyrir breiðan hóp knapa og hesta og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst.