FÁKSREIÐ LAUGARDAGINN 26.APRÍL N.K.

Farið verður ríðandi í Fák í kaffihlaðborð, þar sem borðin svigna undan kræsingum, laugardaginn 26. apríl.

Lagt af stað kl. 13.00.

Riðið verður yfir Hólmsheiði, frjáls reið til baka.

Höldum uppi þessum góða sið sem tengir félögin saman.

Fararstjóri Lilla

Nánar...

Íþróttamót Harðar

Screen Shot 2014-04-21 at 00.35.05Íþróttamót Harðar verður haldið 2-4 maí - NÆRÐU EKKI AÐ SKRÁ ??

Skráning er til og með 29. april.  Ef einhverjir lenda í vandamálum við skráningu getur viðkomandi sent upplýsingar í tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  ásamt kvittun fyrir skráning og ítarlegum upplýsingum um keppnisgrein og knapa.  Bankanúmer er: 0549-26-2320  kt. 650169-4259

 

Keppt er í:   

Fimmgangur F1 Meistarar 4000kr.

Fimmgangur F2 1. Flokkur4000kr.

Fimmgangur F2 2. Flokkur 4000kr.

Fimmgangur F2 Unglingar 3000kr.

Fimmgangur F2 Ungmenni 3000kr.

Fjórgangur V1 Meistarar 4000kr.

Fjórgangur V2 1. Flokkur 4000kr.

Nánar...

LÍFStöltið 2014

Í ár verður LÍFStöltið haldið í fjórða sinn 24. apríl í reiðhöll hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.

Mótið er eingöngu ætlað konum en er annars hefðbundið töltmót fyrir byrjendur sem lengra komna. Margar konur hafa á mótinu unnið stóra persónulega sigra en ekki síst átt skemmtilegan dag og styrkt um leið gott málefni sem stendur þeim öllum nærri. Margir munu þurfa á þjónustu kvennadeildar að halda á lífsleiðinni sem kona, barn eða aðstandandi. Skráning á mótið er hafin og fer fram á sportfengur.com undir "Skráningarkerfi" og þar undir á svo að velja "Mót." svo velja Hörður. Þaðan á kerfið að leiða fólk áfram. Aldurstakmark er 13 ár, miðast við unglingaflokk. Boðið er upp á fjóra keppnisflokka á mótinu: Byrjendaflokk (skráður sem Annað í Sportfeng), Minna vanar, Meira vanar og Opinn flokk. Í byrjendaflokki er sýnt hægt tölt og svo tölt á frjálsum hraða, ekkert snúið við. Í hinum flokkunum þremur er sýnt hægt tölt, snúið við, sýnt tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt. Tveir til þrír knapar inni á vellinum í einu og þulur stýrir. Opið fyrir skráningar til 22. apríl, skráningargjald er 3500 krónur. Breytingar og afskráningar tilkynnist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 824 7059, Margrét. http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add Sportfengur skráning skraning.sportfengur.com

Opið æfingamót í TRECK í Spretti

Opið æfingamót í Trec þrautabraut verður haldið í Sprettshölinni, þriðjudaginn 15.apríl kl. 16:00 – 18:00. Dómarar munu gefa einkun og umsögn fyrir hverja þraut.

Hvetjum fólk til að koma prófa þessa nýju skemmtulegu keppnisgrein.

Skráning á staðnum.

Trec nefndin.