Nú getum við alveg "sleppt okkur" um helgina!!!!!

Því nú hefur verið gefið grænt ljós á sleppingu hrossa á morgun laugardaginn 7. júní. 
Allir beitarleigjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur þær sem gilda um beitarhólfin og fylgja þeim í hvívetna. Eins og áður ber hverjum og einum að taka vakt einn sólarhring og verður gengið fljótlega frá vaktatöflunni og hún send til hlutaðeigandi aðila.
Þá minnum við á fréttatilkynningu á heimasíðu félagsins þar sem kynnt var átak í að fá góða úttekt á hólfin eftir 10. september í haust. 
Þar er slagorðið "Allir í einkunn 3". Við stefnum að því að enginn fari neðar en 3 í einkunn og verða hólfin tekin út um miðjan ágúst og veittar ráðleggingar til að allir nái takmarkinu.

Beitarnefnd

UM 100 MANNS MÆTTU Í GÆR TIL AÐ MÁTA OG PANTA ÚLPUR OG PEYUR

Það var mikið fjör í Harðarbóli í gær þegar um 100 manns mættu til að máta og panta úlpur og peysur.  Þeir sem ekki komust í gær verða að hafa samband við Helenu í síma: 8976764.  Pöntunin verður send frá okkur þriðjudaginn 10.júní. Eftir það er ekki hægt að panta hjá okkur.

NÚ ER KOMIÐ AÐ TILTEKT OG MÁLNINGARVINNU

Kæru Harðarfélagar.

Miðvikudaginn 11.júní verður gámur undir plast við reiðhöllina kl.17.00 - 20.00.  Munið að aðeins má plast fara í gáminn.

Hestamannafélagið Hörður er með samning við Slippfélagið og fá Harðarfélagar góðan staðgreiðsluafslátt af málningu á hestúsin sín.  Slippfélagið er með númerið á grænu málningunni sem við notum á húsin.  Endilega nýtið ykkur þennan aflsátt og notið góða veðrið til að mála og taka til í kringum húsin hjá ykkur þegar hestarnir eru komnir á græn grös.

VIÐ VILJUM HAFA HESTHÚSAHVERFIÐ OKKAR FALLEGT OG ÞETTA ER EINN LIÐUR Í ÞVÍ. 

Keppendur á Landsmóti

Keppendur á Landsmóti í A-flokk eru eftirfarandi.
1. Greifi frá Holtsmúla 1 – Reynir Örn Pálmason – 8,58
2. Freyr frá vindhóli – Sigurður Vignir Matthíasson – 8,47
3. Sjór frá Ármóti – Viðar Ingólfsson – 8,46
4. Óttar frá Hvítárholti – Súsanna Sand Ólafsdóttir – 8,42
5. Sæ-Perla frá Lækjarbakka – Lena Zielinski – 8,42
6. Hvatur frá Dallandi – Halldór Guðjónsson – 8,41
7. Hnoss frá koltursey – Elías Þórhallsson – 8,34

Varahestar:
Nótt frá Flögu – Ragnar Bragi Sveinsson – 8,33
Tenór frá Hestasýn – Alexander Hrafnkelsson – 8,32

 

Nánar...

Úrslit Gæðingamóts Harðar

 Unglingaflokkur A-úrslit:
1 Harpa Sigríður Bjarnadóttir / Sváfnir frá Miðsitju 8,49 
2 Hrafndís Katla Elíasdóttir / Stingur frá Koltursey 8,36 
3 Linda Bjarnadóttir / Gullbrá frá Hólabaki 8,33 
4 Anton Hugi Kjartansson / Villi frá Vatnsleysu 8,31 
5 Anna-Bryndís Zingsheim / Ögri frá Kirkjuferjuhjáleigu 8,28 
6 Magnús Þór Guðmundsson / Kvistur frá Skálmholti 8,15 
7 Sandra Kristín Davíðsd Lynch / Flinkur frá Koltursey 7,86 
8 Snædís Birta Ásgeirsdóttir / Róða frá Reynisvatni 7,73
 
A-úrslit Ungmennaflokkur:
Hulda Kolbeinsdóttir / Nemi frá Grafarkoti 8,44 ( Hulda vann sætaröðunina)
2 Hrönn Kjartansdóttir / Sproti frá Gili 8,44 
3 Sandra Pétursdotter Jonsson / Kóróna frá Dallandi 8,36 
4 Súsanna Katarína Guðmundsdóttir / Röst frá Lækjamóti 8,29 
5 Lilja Dís Kristjánsdóttir / Dís frá Hólakoti 8,28 
6 Hinrik Ragnar Helgason / Sýnir frá Efri-Hömrum 8,24 
7 Páll Jökull Þorsteinsson / Jarl frá Lækjarbakka 8,20 
8 Annie Ivarsdottir / Sörli frá Húsavík 7,98

Niðurstöður úr forkeppni Gæðingamóts Harðar

Ungmennaflokkur

1. Hulda Kolbeinsdóttir / Nemi frá Grafarkoti - 8,35
2. Hrönn Kjartansdóttir / Sproti frá Gili - 8,32
3. Sandra Pétursdotter Jonsson / Kóróna frá Dallandi - 8,26
4. Lilja Dís Kristjánsdóttir / Dís frá Hólakoti - 8,25
5. Hinrik Ragnar Helgason / Sýnir frá Efri-Hömrum - 8,23
6-7. Annie Ivarsdottir / Sörli frá Húsavík - 8,20
6-7. Súsanna Katarína Guðmundsdóttir / Röst frá Lækjamóti - 8,20
8. Páll Jökull Þorsteinsson / Jarl frá Lækjarbakka - 8,18
9. Fanney Pálsdóttir / Fjöður frá Kirkjuferjuhjáleigu - 8,02
10. Lilja Dís Kristjánsdóttir / Strákur frá Lágafelli - 7,92
11. Fanney Pálsdóttir / Ösp frá Kirkjuferjuhjáleigu - 7,85

Nánar...

SKRÁNING Í POLLAFLOKK OG UNGHROSSAKEPPNI HARÐAR

Skráning í pollaflokkinn og unghrossakeppni Harðar fer fram í dómpallinum á Harðarsvæðinu, eða senda með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl.20.00 30.maí 2014.

Skráningargjald í pollaflokk er ekki neitt.

Skráningargjald í unghrossakeppnina er 4.000 kr.