FRÁBÆR ÁRANGUR HARÐARFÉLAGA Á ÍSLANDSMÓTI
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, ágúst 01 2014 16:10
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Harðarfélgar náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu sem haldið var um síðustu helgi í Fáki. Félagið er ákaflega stolt af þessum knöpum, en mótið var feiknasterkt.
Við eignuðumst fjóra Íslandsmeistara, en þeir eru eftirfarandi:
Reynir Örn Pálmason og Greifi urðu Íslandsmeistarar í T2, opnum flokki.
Hrönn Kjartansdóttir og Sproti urðu Íslandsmeistarar í fimi ungmennaflokki.
Harpa Sigríður Bjarnadóttir og Sváfnir urðu Íslandsmeistar í fimi unglingaflokki.
Anton Hugi Kjartansson og Skíma urðu Íslandsmeistarar í tölti unglinga.
Þeir Harðarfélagar sem lentu í verðlaunasætum eru eftirfarandi:
4g unglinga: Harpa Sigríður 9.sæti.
4g ungmenna: Hinrik Ragnar 8.sæti
5g unglinga: Anna Bryndís 5.sæti, Anton Hugi 7.sæti, Harpa Sigríður 8.sæti.
5g ungmenna: Súsanna Katarína 5.sæti, Sandra Petursdottir Jonsson 6.sæti
Tölt unglinga: Anton Hugi 1.sæti, Hrafndís Katla og Anna Bryndís 5.-6.sæti.
Tölt ungmenna: Hinrik Ragnar 2.sæti, Hrönn 8.sæti og Sandra 10.sæti.