- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 30 2014 12:47
-
Skrifað af Hans Orri Kristjánsson
Olil Amble verður með sýnikennslu í Hestamannafélaginu Herði næstkomandi miðvikudag, 2.apríl. Olil og aðstoðarfólk hennar mun fara yfir ýmsa þætti sem snúa að þjálfun, svo sem vinnu í hendi, hringteymingar og notkun hinna ýmissa stangaméla. Þetta er sýnikennsla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara enda hefur Olil Amble áratuga reynslu af þjálfun og tamningu hesta. Árangur Olil á keppnisbrautinni þarf vart að kynna fyrir fólki en nýverið sigraði Olil gæðingafimi meistaradeildarinnar með met einkunn. Hittumst hress og kát og lærum af þessum meistara.
Sýnikennslan fer fram í reiðhöllinni og hefst kl. 19:00. Miðaverð er 1500 kr. og frítt fyrir börn 13 ára og yngri.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 28 2014 11:14
-
Skrifað af Hans Orri Kristjánsson
Vegna mikillar eftirspurnar auglýsum við nú pláss á námskeiðunum Vinna í hendi og Töltfimi.
Vinna í hendi
Fjallað verður um mismunandi leiðir til að vinna í hendi. Lögð verður áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi, líkamsbeitingu, sveigjanleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn á yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Ætlunin er að nemendur öðlist meiri þekkingu á jafnvægi hestsins og geti notfært sér nýjar þjálfunaraðferðir til að stuðla að fjölbreytni í þjálfun. Kennslan mun byggja á áherslu á verklega kennslu en jafnframt bóklega samhliða sýnikennslu.
Kennt á sunnudögum kl. 10.30
Kennsla hefst sunnudaginn 28. mars nk. ef næst að fylla námskeiðið. Annars viku seinna.
Kennt í 5 skipti.
Kennari verður Malin Elisabeth Jansson.
Verð: 12.000 kr.
Töltfimi
Á þessu námskeiði verða kenndar liðkandi og safnandi æfingar sem hjálpa knapanum að undirbúa hestinn sinn betur fyrir tölt. Mikil áhersla verður lögð á að hesturinn beiti sér rétt á feti svo að töltið geti orðið sem best. Ítarlega verður farið í gangskiptinguna; fet-tölt-fet og hægt tölt. Æfingar sem kennarinn mun m.a styðja sig við eru: Sniðgangur, krossgangur, framfótasnúningur og afturfótasnúningur
Kennt verður í Hestasýn höllinni. Tveir í einu í tíma, hálftíma í senn.
Kennt verður á þriðjudögum kl. 17.
Kennsla hefst næstkomandi þriðjudag 1. apríl nk.
Kennt í 5 skipti
Kennari verður Line Nørgaard
Verð 12.500 kr.
Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.