Keppnisnámskeið - breyting á hópum

Keppnisnámskeið                          Þriðjudaga

16:00     Anton Hugi Kjartansson / Hinrik Ragnar Helgason

17:00     Snædís Birta Ásgeirsdóttir / Lara Alexie Sta Ana / Thelma Davíðsdóttir / Erna Jökulsdóttir

18:00     Helga Stefánsdóttir / Íris Birna Gauksdóttir / Pétur Ómar Þorsteinsson

19:00     Rakel Ösp Gylfadóttir / Stefanía Vilhjálmsdóttir / Bergrós Hermansdóttir

20:00     Emelía Sól Arnarsdóttir / Pétur Ásgeirsson / Sara Bjarnadóttir

21:00     Linda Bjarnadóttir / Fanney Pálsdóttir

Árshátíð Harðar.

Kæru Harðarfélagar. 

Senn líður að árshátíðinni, hún verður haldin þann 22.febrúar í Harðarbóli. Einungis 80 miðar verða seldir, fyrstur kemur fyrstur fær :) Dagskráin og matseðilinn verða auglýst strax í næstu viku. Miðapantanir hjá Rögnu Rós í síma 8663961 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Oddrúnu Ýr í síma 8498088 eftir kl 16 á daginn eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Árshátíðarnefndin.

ps munið kostninguna á karlrembu Harðar 2014 sem er í gangi :) 

 

 

Árshátíð Harðar 2014

Kæru Harðarfélagar. 

Senn líður að árshátíðinni, hún verður haldin þann 22.febrúar í Harðarbóli. Einungis 80 miðar verða seldir, fyrstur kemur fyrstur fær :) Dagskráin og matseðilinn verða auglýst strax í næstu viku. Miðapantanir hjá Rögnu Rós í síma 8663961 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Oddrúnu Ýr í síma 8498088 eftir kl 16 á daginn eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Árshátíðarnefndin.

ps munið kostninguna á karlrembu Harðar 2014 sem er í gangi :) 

 

 

Lausir endar á heyrúllum og heyböggum

Rétt er að benda hestamönnum á, að í 4.gr laga um umgengi á Harðarsvæðinu kemur fram að bannað er að hafa heyrúllur og fleira dót við hesthús á félagssvæðinu.  Stjórn félagsins og Hesthúseigendafélagið hafa ekki fylgt þessari reglu eftir vegna breyttra aðstæðna í hesthúsum á félagssvæðinu.  

Nú er svo komið að ástandið er algjörlega óviðunandi og eru lausir endar á heyböggum og rúllum fjúkandi í allar áttir og hafa hlotist slys af, bæði á fólki og hestum. Við skorum því á eigendur bagganna að laga enda og/eða setja net yfir svo allir geti verið sáttir. Ef ekki verður breyting á þessu, áskiljum við okkur rétt til að framfylgja þessum lögum.

Almenn umgengni.
4. gr.

Þeir, sem nota hesthús í hverfinu, skulu ganga vel um umhverfi sitt. Bannað
er að skilja eftir hvers konar rusl eða annað óviðkomandi utanhúss, s.s.
sagpoka,heyrúllur og rúllubaggaplast,timbur og verkfæri.

Í hverju hesthúsi skal vera viðurkennt sorpílát og skulu hesthúsaeigendur
kosta uppsetningu þess og tæmingu. Urðun úrgangsefna í hesthúsinu og öll
brennsla er bönnuð. Hættulegum úrgangi skal halda aðskildum frá öðrum
úrgangi og skila inn til mótökustöðva fyrir spilliefni.

Óheimilt er að geyma hey og spón utandyra á svæðinu, svo og að dreifa
spóni og heyi um svæðið.

Lausagangur hesta er bönnuð. Eigendur bera ábyrgð á leigjendum sínum
hvað varðar alla umgengni í hesthúsahverfinu.
 

Ógreiddum lyklum verður lokað í vikunni

Í vikunni verður lokað fyrir ógreidda lykla að Reiðhöllinni.  Lokað verður fyrir þá lykla sem voru með gjalddaga 15.des. og eindaga 15.jan.  Hægt er að semja um greiðslufrest og hafið þá samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringið í síma 8528830 eftir kl. 15.00 á daginn.

GÁMUR UNDIR PLAST 3.FEBRÚAR 2014

Kæru Harðarfélagar.

Í dag mánudaginn 3.febrúar verður GÁMUR UNDIR PLAST við Reiðhöllina.  Hann verður opinn millI kl.17.00 - 19.00 og á morgun á sama tíma. Það má bara fara plast í gáminn, ekki bönd eða neitt annað.  Endilega virðið það.

Grímutölt 2014

Laugardaginn 1.febrúar var haldið mjög skemmtilegt grímutölt í Herði og var met skráning eða um 51 keppandi. Búningarnir voru ótrúelga flottir og greinilegt að fólk leggur mikinn metnað í þá.  Í yngri flokkunum var mikil skráning og er greinlegt að æskulýðsstarfið fer vel af stað í vetur.

grímutölt 14

 grímutölt 1grímutölt 11grímutölt 12

 grímutölt 13

Hvert ert þú að fara? - Umferðarreglur í Reiðhöllinni

Á morgun föstudaginn 31.janúar kl.19.00 verður sýnikennsla áumferðarreglum og fleiru sem hægt er að gera í reiðhöllum (á léttu nótunum).  Það virðist vefjast fyrir ansi mörg hvaða reglur gilda í reiðhöllinni þegar fleiri en einn eru að nota reiðhöllina.  

Því ætla reiðkennara á Harðarsvæðinu að vera með sýnikennslu í umferðarreglum í reiðhöllinni á Varmárbökkum. Húsið opnar kl.19.00 og sýningin kl.19.30. Hvetjum fólk til að koma úr hesthúsnum og kaupa sér kjötsúpu og fleiri veitingar.  Einnig verða til sölu bönd og fleira til að nota fyrir reiðhallarlyklana.

Þulur á sýningunni verður hinn frábæri Eysteinn Leifsson og má því búast við skemmtilegri sýningu.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Reiðkennarar á Harðarsvæðinu.