1.maí - HREINSUNARDAGUR OG FIRMAKEPPNI

Það verður nóg að gera hjá okkur 1.maí. 

Við byrjum daginn kl.10.00 á því að hreinsa til í hverfinu hjá okkur,  komið við reiðhöllina og fáið plastpoka.  Eftir hreinsunina verður grillað við reiðhöllina. 

Kl. 14.00 verður síðan hin árlega Firmakeppni félagsins og hvetjum við alla til að taka þátt í skemmtilegri keppni.  Pollar verða teymdir á hringvellinum, en aðrir keppa á skeiðbrautinni.  Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli eftir keppnina og þar verður vöfflukaffi.

Skráning í Firmakeppnina verður í reiðhöllinni kl. 10.00  - 11.00. Skráningar gjald er ekkert.

Keppt er í:

Nánar...

Reiðtúr Æskulýðsnefndar

Minnum á reiðtúrinn núna á eftir sunnudaginn 27. apríl. Æðislegt veður. Hittumst kl. 13 við reiðhöllina. Gott að taka með sér smá nesti í úlpuna/hnakktösku til að fá sér þegar við stoppum. Munum fara upp hjá Ístak og niður með Leirvogsá og stoppa á Fitjum (móts við flugvöllinn). Þar fáum við okkur nestið og síðan ríðum við flugvallarhringinn heim. ATH: Foreldrar/aðstandendur eiga að fylgja börnunum.

Ráslistar og Dagskrá Lífstöltsins

Dagskrá:

11:00 Byrjendur

11:40 Minna vanar

12:10 Meira vanar

10 mín hlé

13:00 Opinn flokkur

13:20 Hádegismatur

14:00 Setningarathöfn

B-úrslit Byrjendur

B-úrslit Minna vanir

B-úrslit Meira vanar

A-úrslit Byrjendur

A-úrslit Minna vanar

A-úrslit Meira vanar

A-úrslit Opinn flokkur

Ráslistar:

Nánar...

FÁKSREIÐ LAUGARDAGINN 26.APRÍL N.K.

Farið verður ríðandi í Fák í kaffihlaðborð, þar sem borðin svigna undan kræsingum, laugardaginn 26. apríl.

Lagt af stað kl. 13.00.

Riðið verður yfir Hólmsheiði, frjáls reið til baka.

Höldum uppi þessum góða sið sem tengir félögin saman.

Fararstjóri Lilla

Nánar...

Íþróttamót Harðar

Screen Shot 2014-04-21 at 00.35.05Íþróttamót Harðar verður haldið 2-4 maí - NÆRÐU EKKI AÐ SKRÁ ??

Skráning er til og með 29. april.  Ef einhverjir lenda í vandamálum við skráningu getur viðkomandi sent upplýsingar í tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  ásamt kvittun fyrir skráning og ítarlegum upplýsingum um keppnisgrein og knapa.  Bankanúmer er: 0549-26-2320  kt. 650169-4259

 

Keppt er í:   

Fimmgangur F1 Meistarar 4000kr.

Fimmgangur F2 1. Flokkur4000kr.

Fimmgangur F2 2. Flokkur 4000kr.

Fimmgangur F2 Unglingar 3000kr.

Fimmgangur F2 Ungmenni 3000kr.

Fjórgangur V1 Meistarar 4000kr.

Fjórgangur V2 1. Flokkur 4000kr.

Nánar...