- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 17 2013 08:51
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Senn líður að kjöri íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar og því auglýsir stjórn Harðar eftir árangri Harðarmanna og kvenna á keppnisvellinum á árinu 2013. Harðarfélagar eru því beðnir um að senda keppnisárangur sinn á árinu 2013 á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Frestur til að skila þessu inn er til 23.desember 2013.
Þetta kjör á við þá sem eru 16 ára og eldri.
Frekari upplýsingar veitir Jóna Dís í síma 8616691
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 16 2013 11:18
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Þeir sem keyptu bókina í forsölu ættu næstum allir að vera búnir að fá sína bók. Enn á þó eftir að koma nokkrum til skila og er það vegna þess að fólk hefur ekki verið heima þegar komið hefur verið með bókina. Reynt verður að koma henni næstu daga í réttar hendur.
Einnig er hægt er að hringja í undirritaða til að nálgast bókina.
Jóna Dís Bragadóttir s. 8616691
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 06 2013 15:38
-
Skrifað af Ragna Rós
Kæru Harðarfélagar og nærsveitungar.
Munið jólamarkaðinn á morgun í reiðhöllinni frá kl 11:00 - 18:00. Brjáluð jólastemming verður hjá æskulýðsnefndinni, krakkarnir ætla að setja upp jólatré og skreyta það. Heitt súkkulaði og vöfflur m/rjóma verður til sölu í félagsbásnum sem og bókin Saga Harðar. Þeir félagar sem keyptu bókina í forssölu geta nálast bókina á jólamarkaðinum á morgun. Hlökkum til að sjá ykkur.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 12 2013 11:46
-
Skrifað af Ragna Rós
Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir sjö hesthúsaplássum eftir áramót fyrir nemendur í Reiðmanninum sem eru eftirtaldar helgar:
17.-19. janúar 2014
7.-9. febrúar 2014
7.-9. mars 2014
28.-30. mars 2014
Nánari upplýsingar í síma 852 8830 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 02 2013 10:39
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hittumst í félagsheimilinu Harðarbóli laugardaginn 7. desember kl. 13:00 (ath breytt tímasetning, var áður auglýst kl. 11 og verður því ekki farið saman að sækja jólatréð. Það verður komið í reiðhöllina). Þar fáum við okkur heitt kakó og piparkökur, ásamt því að útbúa skraut á jólatré í reiðhöllinni og gera jólapakka fyrir hestana okkar, við ljúfa jólatónlist. Förum svo öll saman í reiðhöllina þar sem jólamarkaður Harðar verður í gangi og skreytum tréð. Áætlað er að vera búin um kl. 15:00.
Jólaball Harðar verður svo laugardaginn 28. desember kl. 15:00 í reiðhöllinni og verður þá gengið og riðið í kringum jólatréð (þeir sem eru með þæga og rólega hesta mega mæta með þá á jólaballið). Jólaballið nánar auglýst síðar.
Æskulýðsnefnd Harðar
Fylgist með okkur á Facebook: Æskulýðsstarf í Herði