1.maí - HREINSUNARDAGUR OG FIRMAKEPPNI
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, apríl 28 2014 09:12
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Það verður nóg að gera hjá okkur 1.maí.
Við byrjum daginn kl.10.00 á því að hreinsa til í hverfinu hjá okkur, komið við reiðhöllina og fáið plastpoka. Eftir hreinsunina verður grillað við reiðhöllina.
Kl. 14.00 verður síðan hin árlega Firmakeppni félagsins og hvetjum við alla til að taka þátt í skemmtilegri keppni. Pollar verða teymdir á hringvellinum, en aðrir keppa á skeiðbrautinni. Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli eftir keppnina og þar verður vöfflukaffi.
Skráning í Firmakeppnina verður í reiðhöllinni kl. 10.00 - 11.00. Skráningar gjald er ekkert.
Keppt er í:
Pollar (teymdir)
Pollar - ríða einir
Börn
Unglingar
Ungmenni
Konur 2
Karlar 2
Konur 1
Karlar 1
Heldri menn og konur