Jólafjör laugardaginn 7. desember

Til að fagna jólahátíðinni er öllum hestakrökkum boðið að sækja með okkur jólatré og skreyta í reiðhöllinni, ásamt því að föndra jólaskraut og útbúa jólapakka fyrir hestana. Við hittumst við félagsheimilið laugardaginn 7. desember kl. 11:00 og röðum okkur saman í bíla. Förum svo í Skógræktina í Hamrahlíð og sækjum okkur jólatré til að hafa í miðri reiðhöllinni yfir hátíðarnar. Þegar tréð er fundið, förum við í Harðarból og fáum okkur heitt kakó og piparkökur, ásamt því að útbúa skraut á tréð og jólapakka fyrir hestana okkar, við ljúfa jólatónlist. Förum svo öll saman í reiðhöllina þar sem jólamarkaður Harðar verður í gangi og skreytum tréð. Áætlað er að vera búin um kl. 14:00.
Jólaball Harðar verður svo laugardaginn 28. desember kl. 15:00 í reiðhöllinni og verður þá gengið og riðið í kringum jólatréð (þeir sem eru með þæga og rólega hesta mega mæta með þá á jólaballið). Jólaballið nánar auglýst síðar.

Æskulýðsnefnd Harðar

Fylgist með okkur á Facebook: Æskulýðsstarf í Herði

Saga Hestamannafelagsins Harðar

Þeir sem keyptu Harðarsöguna í forsölu geta nálgast hana í Harðarbóli í dag mánudag og á miðvikudag frá kl.17.00 - 19.00.  þeir sem ekki keyptu söguna í forsölu geta einnig komið og keypt bókina.  

Fræðslunefnd fatlaðra hlýtur Múrbrjótinn 2013

Hestamannafélagið Hörður/Fræðslunefn fatlaðara hlaut Múrbrjótinn en það er viðurkenning sem er veitt aðilum eða verkefni sem brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðra. Þessi viðurkenning er veitt af Landssamtökum Þroskahjálpar. Þann 3desember næstkomandi á Alþjóðadegi fatlaðra verður athöfn haldin á Grand Hótel kl 15 og munu nefndarmenn Fræðslunefndar taka á móti þessari viðurkenningu 

Hestamannafélagið Hörður hefur verið að vinna gríðarlega gott starf en starfsemin byggist  á sjálboðavinnu. Í dag eru 19 nemendur hjá þeim á 5 námskeiðum. Þau eru með fjóra hesta sem þau fá frá Hestamennt en Berglind hjá Hestamennt starfar hjá þeim sem reiðkennari (Eidfaxi).

Útgáfuteiti í Harðarbóli

Kæri Harðarfélagi

Nú er Harðarbókin komin út og í tilefni af því langar okkur að bjóða þér í útgáfuhóf í Harðarból næstkomandi föstudag, 29.nóvember kl. 17.00. Þar verður bókin afhent þeim sem þegar hafa keypt eintak. Bókin verður einnig seld á staðnum fyrir þá sem vilja nýta sér hana sem jólagjöf. Diskur með gamalli kvikmynd frá frumdögum félagsins sem tekin var á Arnarhamri fylgir með bókinni.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Með bestu kveðju, útgáfunefndin

Góðar ábendingar og tilmæli frá LH varðandi reiðumferð í þéttbýli!

 
1. Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum.
2. Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ).
3. Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki.
4. Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi.
5. Lausir hundar eru ekki leyfilegir á reiðleiðum og í hesthúsahverfum.
6. Áfengi og útreiðar fara ekki saman.
7. Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn.
8. Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti.
9. Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið.
10. Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli.
Landssamband hestamannafélaga Ferða- og samgöngunefnd.

Keila – Frítt fyrir börn, unglinga og ungmenni í Herði

Nú hitum við upp fyrir veturinn og skemmtum okkur saman í Keiluhöllinni í Egilshöll, þriðjudaginn 26. Nóvember. Frítt fyrir börn, unglinga og ungmenni í Herði. Athugið aldursskiptingu hér neðst.
Kynntar uppákomur fram að áramótum og leitað eftir krökkum í barna-, unglinga- og ungmennaráðin sem aðstoða/ráðleggja æskulýðsnefnd í skipulagningu viðburða í vetur fyrir þeirra aldurshóp.
Þeir sem ætla að mæta verða að skrá sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir hádegi á mánudaginn 25. nóv
Hlökkum til að sjá ykkur J

Aldursskipting: 
Polla og barnaflokkur (fædd 2001 eða síðar) kl. 18:00 – 19:00
Unglingaflokkur (fædd 1997 – 2000) kl. 19:00 – 20:00
Ungmennaflokkur (fædd 1993 – 1996) kl. 20:00 – 21:00

Þakkir til þeirra sem mættu á nefndarkvöldið

Á laugardagskvöldið var nefndarkvöld hjá Hestamannafélaginu Herði.  Þangað er boðið þeim nefndum sem starfa fyrir félagið á næsta starfsári ásamt þeim sjálfboðaliðum sem ekki eru í nefndum en hafa starfað sl. ár. Stjórn Harðar vill þakka þeim Harðarfélögum sem mættu á nefndarkvöldið og þáðu glæsilegar veitingar sem Hólmfríður Halldórsdóttir - Fríða okkar - töfraði fram ásamt fríðum flokki kvenna, þeim: Gunný, Maríu Elfars. Huldu Kolbeinsdóttur og Valgerði Jónu. 

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.

Frumtamninganámskeið

Minni á að það er frumtamninganámskeið í höllinni (innri helming) í kvöld 25.nóv frá kl 17:30- 20:30. Morgun 26.nóv sami tími og á fimmtudaginn sami tími.

 

Fræðslunefnd.