Súsanna Sand og fleiri verða með sýnikennslu á skírdagskvöld kl.19.00

Súsanna Sand, Hestamannafélagið Hörður og Styrktarfélagið Taktur standa fyrir sýnikennslunni.


Súsanna mun sýna okkur áherslur sínar í þjálfun hesta á mismunandi aldri og þjálfunarstigum. Hún mun segja okkur frá áherslum sem hún hefur lært og tileinkað sér á námsferðum sínum til Andalúsiu á Spáni, leiðir til að bæta líkamsvitund og samskipti við hestinn sinn, hvort sem stefnt er á keppni, sýningar eða útreiða. Sérstakir gestir sýningarinnar eru Heiðrún Halldórsdóttir pílateskennari sem hefur sérhæft sig í líkamsbeitingu knapa og Anna Rebekka reiðkennari sem hefur heillað alla með baráttu sinni úr hjólastólnum á hestbak. Síðast en ekki síst ætlar dóttir Súsönnu, Súsanna Katarína og hundurinn Sanna að sýna listir sínar.

Eigum skemmtilega, fróðlega stund saman, veitingar verða á vægu verði á staðnum.

Miðaverð kr.1000, sem rennur í styrktarsjóðinn Takt, sem er til
staðar fyrir hestafólk sem slasast eða veikist alvarlega.