Fjölskyldureiðtúr Harðar

Hittumst kl. 13:00 á sunnudaginn (18.maí) í Naflanum og ríðum saman upp að Hraðastöðum í Mosfellsdal. Þar verður grillað og leikið sér. Áríðandi er að foreldrar komi með börnunum. Þetta er frítt og góð veðurspá, svo nú er bara að fjölmenna og eiga skemmtilegan dag.

"FORMANNSFRÚAR"-KARLAREIÐ HARÐAR 2014

Laugardaginn 17. maí verður farin hin vinsæla karlareið frá Þingvöllum í Mosfellsbæ. Áætlað er að leggja af stað frá Skógarhólum kl. 12.00 en flutningur frá hesthúsahverfinu kl. 10.00. Menn þurfa að koma sér saman um þennan flutning og að nýta hestakerrurnar sem best.

Byrjað verður á því að bjóða uppá morgunverð í Harðarbóli kl.8.30.

Veitingar verða framreiddar á leiðinni og að lokinni reið verður haldin grillveisla í félagsheimilinu.

Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 15. maí og greiða 7.500 kr. inn á eftirfarandi reikning sem jafnframt er staðfesting á þátttöku, munið að láta nafn og kennitölu fylgja greiðslunni:

549-26-4259 kt. 650169-4259 - Hestamannafélagið Hörður

Hægt er að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma:8616691

Þetta er eitthvað sem enginn karl má láta framhjá sér fara.

NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR TIL AÐ EIGNAST HAPPDRÆTTISMIÐA TIL STYRKTAR FRÆÐSLUNEFND FATLAÐRA Í HERÐI

Vinningaskráin í Stóðhestahappdrættinu er stórglæsileg og enn gæti bæst við - dregið verður á næstunni - kynnum það hér fljótlega!  Hægt er að nálgast miða hjá Berglindi í s:8996972 og Fríðu í s.6997230. Einnig fást miðarnir í öllum hestavöruverslunum landsins.

En hér má sjá listann eins og hann er núna:

 

Nánar...

TÖLT OG SKEIÐ Á LANDSMÓTI

Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.

Nánar...

Kríuhátíðin 2014 – Þolreið – Grill - Gleði

Skráning er í fullum gangi í Þolreið Kríunnar þann 10 maí næstkomandi hjá Herði í síma 897 7643, miðað er við að skráningu verði lokið miðvikudaginn  7 maí. Áhugasömum er bent á að hámark á fjölda skráinga eru 20 keppendur og þeim sem eru lengra að komnir standa til boða hesthúspláss ef  á þarf að halda.  Minnum á glæsilega vinninga, aðalavinningur er flugfar út í heim með Flugleiðum en að auki gefa Fóðurblandan og Lögmenn á Suðurlandi fleiri verðlaun.

Nánar...

HREINSUNARDAGURINN GEKK FRÁBÆRLEGA Í GÆR

Hinn árlegi hreinsunardagur fór fram í gær og mættu yfir 100 manns og tóku til hendinni á Harðarsvæðinu og allt í kringum það.  Stórn Harðar grillaði síðan við reiðhöllina og runnu yfir 100 hamborgarar og pylsur ofaní mannskapinn.  Umhverfisnefndin vill koma þakklæti til allra sem mættu og áttu ánægjulega stund með því að fegra umhverfið.Hreinsunardagurinn

ÞAKKIR TIL ÞEIRRA SEM STÖRFUÐU HJÁ OKKUR UM HELGINA

Hestamannafélaginu Herði langar að þakka þeim fjölmörgu aðilum sem störfuðu hjá félaginu um helgina. Við héldum mjög stórt íþróttamót og voru margir sjálfboðaliðar sem störfuðu þar.  Einnig tókum við á móti Fáki og var drekkhlaðið kaffihlaðborð þar sem margir sjálfboðaliðar komu einnig að og síðan veitingasala alla helgina í Harðarbóli.  Því frábæra fólki sem starfar fyrir félagið verður seint nógu vel þakkað fyrir þeirra frábæra starf, en án ykkar væri þetta ekki hægt.

hlaðborðið