Til upplýsingar fyrir þá sem nota Reiðhöllina

 

Hér fyrir neðan er samþykkt sem stjórn Harðar gerði vegna reiðhallarinnar 29.janúar 2013.  Þar kemur jafnframt fram að greiða þarf fyrir það,  þegar verið er með einkakennslu í höllinni.  Mosfellsbær setti okkur þessi skilyrði og hækkuðu þar með styrkinn sem við fáum.  Ekki má kenna í höllinni, nema að búið sé að bóka tímann og draga tjaldið fyrir. Gíróseðill er síðan sendur viðkomandi aðilum.  Ekki er ætlast til þess að verið sé að kenna nema í öðrum helming hallarinnar og þá vestari helmingnum. 

Ætlast er til þess að farið sé eftir þessum reglum.

 

Nánar...

Dagskrá og matseðill á árshátíðina

Dagskrá árshátíðar Harðar 2014.

Húsið opnar kl 19:00 með fordrykk í boði Mekka.

Veislustjórn og skemmtun er í umsjá Gunnars Helgasonar.

Jökull í Kaleo kemur og tekur 2-3 lög.

Afhendingar á verðlaunum og viðurkenningum.

Happdrættið verður á sínum stað eins og ávallt og fjöldi góðra vinninga. 1 vinningur verður dregin út úr seldum miðum.

Hljómsveitin Kókos mun spila fyrir dansi eftir dagskrá lýkur.

Munið að óheimilt er að koma með áfengi og gos með sér, barinn verður opin með miklu úrvali á hagstæðu verði eins og ávallt hjá okkur Harðarfélugum :)

Allur ágóði árshátíðarinnar rennur í sjóð til kaups á borðum og stólum í Harðarból eftir að búið er að stækka salinn.

Matseðill:

Forréttarhlaðborð ( fiskréttir, kjötréttir og sushi og margt fl.)

Aðalréttir:

Glóðarsteikt lambalæri, purusteik, sætarkartöflur, kartöflugratín og meðlæti.

Eftirréttur:

Granólaterta með karamellukremi í boði ræktunarbúsins Kolturseyjar.

Kæru félagar við viljum biðja ykkur um að mæta tímanlega því vegna mikillar dagskráar þá verður maturinn að byrja stundvíslega kl 20:00.

Eigum ánægjulegt kvöld saman.

 

Árshátíðarnefnd.

 

 

 

 

Breyting á dagskrá Æskulýðsnefndar

Breyting á dagskrá Æskulýðsnefndar (Hestafjör og vinadagur frestast um ca mánuð):
Feb:
- Laugardaginn 1. feb - Grímutölt
Mars:
- Mánudaginn 10. mars – Seinni hluti námskeiða byrjar
- Mánudaginn 17. mars - Kynning í skólum.
- Föstudaginn 21. mars – Hestafjör. 3 stuttar sýningar sama kvöld fyrir krakka í Mosfellsbæ: kl. 18 fyrir 6-10 ára, kl. 19 fyrir 11-14 ára, kl. 20 fyrir 14-16 ára).
- Sunnudaginn 23. mars - Reiðtúr
- Laugardaginn 29. mars - Fræðsluferð á Suðurland
Apríl:
- Föstudaginn 4. apríl - Vinadagur (krakkar í skólunum bjóða vinum með sér í hesthúsið og fjör í reiðhöllinni)
- Sunnudaginn 6. apríl - Æskan og hesturinn
- Sunnudaginn 13. apríl - Páskafitness
- Laugardaginn 19. apríl - Reiðtúr
- Miðvikudaginn 30. apríl - Bingó

"Betur fór en á horfðist"

 

Á mánudaginn lenti einn af reiðkennurum okkar í því óhappi að hestur sem hún var á fældist og datt hún af baki inni í reiðhöllinni.  Hún fékk mikið höfuðhögg, m.a. rotaðist og fékk heilahristing og er hún mikið marin og með miklar bólgur á höfði. Hún var flutt á spítala með sjúkrabíl, en þess má geta hún er á batavegi. 

Til allrar Guðslukku var hún með hjálm og þarf ekki að spyrja að leikslokum ef hún hefði ekki verið með hann.  Hún hefur verið ötull talsmaður hjálmanotkunar og hvatt fólk sem ekki hefur verið með hjálm á útreiðum til að nota hjálm. Við viljum því hvetja ALLA sem stunda útreiðar að nota hjálma.  Hestamannafélagið Hröður er fyrirmyndarfélag innan ÍSÍ og vill því vera í forystu varðandi hjálmanotkun.

Bikarmót Harðar

Fyrsta mót í bikarmótaröð Harðar verður haldið föstudaginn 14.febrúar næstkomandi í Harðarhöllinni. Fyrsta mótið er töltmót, en keppt verður einnig í fjórgangi og fimmgangi. Bikarmót Harðar er liður í LH-Móti. Efstu knapar vinna sér rétt til að keppa fyrir hönd Harðar í lokakeppni sem haldin verður 3-4. Apríl. Knapi er ekki skyldugur til að koma með sama hest í lokakeppnina. Skráning er hafin og lýkur á miðvikudaginn 12.febrúar kl.20. Skráningargjald er kr.2.000,-. Í unglinga- og ungmennaflokki verður keppt í T3 en í opnum flokki er keppt í T3, T7 og T1.

Tengill á sportfeng: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Mótið er öllum opið.

Árshátíð Árshátíð

Kæru félagsmenn. Uppselt er á árshátíð Harðar sem fram fer í Harðarbóli þann 22.febrúar. Þeir sem eiga pantaða miða þurfa að nálgast miðanna í Harðarbóli fimmtudaginn 13.febrúar frá kl:18:00-20:00 á sama tíma er hægt að greiða miða með símgreiðslu í síma 6992797 og 8663961, miðaverð er 6500 kr. Athugið ósóttir miðar verða seldir til þeirra sem komnir eru á biðlistann langa :)

 

Árshátíðarnefnd.

ZETOR traktor félagsins er til sölu.

Stjórn Harðar hefur ákveði að selja ZETOR traktor félagsins. 

Fasta númerið er: LD -1589

Árgerð: 1975

Akstur: ????

Verð: Tilboð - sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og upplýsingar eru veittar í síma 8616691.

 

 

photo 3