JÓNSMESSUREIÐ DALBÚA 2014

Frá Jónsmessureið Dalbúa 2014; þess minnst að 54 ár eru liðin frá því að Ingimundur og Ólafur á Hrísbrú stofnuðu hestaleigu. Jóna Dís Bragadóttir formaður hestamannafélagsins Harðar flutti ávarp og reiðgatan vestan við Mosfell merkt en hún var upphaflega rudd vegna leigunnar. Á einni myndinni eru Gísli og Andrés á Hrísbrú við Tröllafoss en þangað var iðulega farið á hestaleiguárunum.

10442543 519886734784121 6457262617230126508 n46270 519887164784078 2657548820202301414 n

Nánar...

JÓNSMESSUREIÐ 20.-22.júní n.k.

Jónsmessureið Harðar á Skógarhóla verður föstudaginn 20. júní

Lagt af stað úr hesthúsahverfi Harðar kl.17

Á laugardeginum verður farið ríðandi hringinn í þjógarðinum

sem er um 15 km leið, lagt af stað frá Skógarhólum kl. 13.00.

Farið verður til baka frá Skógarhólum sunnudaginn 22. júni kl. 13.00

Gisting á Skógarhólum Begga Rist sími8575179

Ferðanefndin

 

KRISTJÁN "PÓSTUR" ÞORGEIRSSON LÁTINN

Kristján "Póstur" Þorgeirsson, einn af stofnendum Hestamannafélagsins Harðar og heiðursfélagi þess er látinn á 96.aldursári. Kristján verður jarðsunginn föstudaginn 20.júní n.k. frá Grafarvogskrikju. Hestamannafélagið Hörður vottar aðstandendum samúð sína.

 

Kristján Þorgeirsson

UPPLÝSINGAR UM LANDSMÓT

Hörður hefur tekið frá 15 hjólhýsa- og fellihýsa/tjaldvagnasvæði á LM sem hefst eftir rúmar tvær vikur. þeir sem vilja vera á sama svæði (halda hópinn = skapa stemmningu) eru vinsamlega beðnir að hafa samband Hildu Karen á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og panta stæði fyrir 19.júní.

Einnig höfum við tekið frá beitarhólf en þar má vera með hestakerruna, tjalavagninn osfrv. ásamt litlu beitarhólfi (alls 100 fermetrar). Staðsetningin er SV við Reiðhöllina (merkt gult og sem beitarhólf á svæðinu) Það kostar kr. 5.000 og ætlum við Harðarmenn að vera saman á svæði og þurfa menn því að panta fyrir 16.júní til að tryggja sér stað.  Hægt er að panta beitarhólfið með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 8616691. 

Innifalið í þessari upphæð er gras/hey sem umsjónaraðili hests sækir eins og þurfa þykir. Athugið að umsjónarmenn hesta þurfa sjálfir að koma með rafmagnsgirðingar og brynningarfötur fyrir vatn.

Hörður ætlar að vera með grillveislur eins og alltaf hefur verið á landsmóti og verður það nánar auglýst síðar.

Við hvetjum fólk til að afla sér upplýsinga um landsmótið á www.landsmót.is, þar er hægt að sjá t.d. drög að dagskrá og fleira.  Einnig hvetjum við fólk til að kaupa sér miða á landsmótið en forsala stendur enn yfir.

 

SKRÁNING Á LANDSMÓT 2014

Hestamannafélagið Hörður sér um að skrá og borga skráningargjald fyrir þá keppendur sem keppa fyrir félagið á Landsmót 2014. 

Um er að ræða keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki, ásamt  A- og B- flokki (ekki tölt). Við þurfum líka að skrá varahesta.

Við viljum því biðja keppendur um að senda okkur upplýsingar um keppnishestinn, nafn hests og knapa ásamt IS númeri. Upplýsingarnar þarf að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl.12.00 13.júní.

Allir hestar þurfa að vera skráðir í WorldFeng til þess að hægt sé að skrá viðkomandi. Athuga þarf sérstaklega að hesturinn sé skráður á réttan eiganda að öðrum kosti koma upp vandamál við skráninguna vegna tengingar við WorldFeng.

TALNALÁS Á SJÚKRAGERÐIÐ

Á morgun miðivikudaginn 11.júní verður settur talnalás á sjúkragerðið, þannig að enginn getur sett hest þar inn nema hafa samband við einhvern úr stjórn hesthúseigendafélagins, en hjá þeim er hægt að nálgast númerið á lásnum.

Nánar...