- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 28 2014 11:14
-
Skrifað af Hans Orri Kristjánsson
Vegna mikillar eftirspurnar auglýsum við nú pláss á námskeiðunum Vinna í hendi og Töltfimi.
Vinna í hendi
Fjallað verður um mismunandi leiðir til að vinna í hendi. Lögð verður áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi, líkamsbeitingu, sveigjanleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn á yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Ætlunin er að nemendur öðlist meiri þekkingu á jafnvægi hestsins og geti notfært sér nýjar þjálfunaraðferðir til að stuðla að fjölbreytni í þjálfun. Kennslan mun byggja á áherslu á verklega kennslu en jafnframt bóklega samhliða sýnikennslu.
Kennt á sunnudögum kl. 10.30
Kennsla hefst sunnudaginn 28. mars nk. ef næst að fylla námskeiðið. Annars viku seinna.
Kennt í 5 skipti.
Kennari verður Malin Elisabeth Jansson.
Verð: 12.000 kr.
Töltfimi
Á þessu námskeiði verða kenndar liðkandi og safnandi æfingar sem hjálpa knapanum að undirbúa hestinn sinn betur fyrir tölt. Mikil áhersla verður lögð á að hesturinn beiti sér rétt á feti svo að töltið geti orðið sem best. Ítarlega verður farið í gangskiptinguna; fet-tölt-fet og hægt tölt. Æfingar sem kennarinn mun m.a styðja sig við eru: Sniðgangur, krossgangur, framfótasnúningur og afturfótasnúningur
Kennt verður í Hestasýn höllinni. Tveir í einu í tíma, hálftíma í senn.
Kennt verður á þriðjudögum kl. 17.
Kennsla hefst næstkomandi þriðjudag 1. apríl nk.
Kennt í 5 skipti
Kennari verður Line Nørgaard
Verð 12.500 kr.
Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 27 2014 16:41
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Fyrir dyrum standa Hestadagar. Þeir hefjast með formlegum hætti fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:00 við Hörpuna. Dagskrá kvöldsins þar verður með þessum hætti:
-
Kl: 19:00 – Fultrúar félaga á höfuðborgarsvæðinu koma ríðandi að Hörpu með fána sinna félaga og formlega tekið á móti gestum með fordrykk í anddyri Hörpu. Hestadagar settir formlega.
-
Kl: 20:00 – Hestaat í Hörpu. Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð.
Miðinn á Hestaatið kostar kr. 4.000 á midi.is. LH langar hins vegar að bjóða hestamönnum betri kjör eða miðann á kr. 3.500 ef 10 manns eða fleiri taka sig saman og panta miða sem hópur. Þá verða miðakaupinn að fara í gegnum skrifstofu LH,This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Tilboðið gildir til þriðjudagsins 1. apríl.
Er ekki upplagt að skapa stemningu fyrir þessum einstaka viðburði í Hörpunni og skella sér í bæinn á Hestadaga?