TÖLT OG SKEIÐ Á LANDSMÓTI

Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.

Nánar...

Kríuhátíðin 2014 – Þolreið – Grill - Gleði

Skráning er í fullum gangi í Þolreið Kríunnar þann 10 maí næstkomandi hjá Herði í síma 897 7643, miðað er við að skráningu verði lokið miðvikudaginn  7 maí. Áhugasömum er bent á að hámark á fjölda skráinga eru 20 keppendur og þeim sem eru lengra að komnir standa til boða hesthúspláss ef  á þarf að halda.  Minnum á glæsilega vinninga, aðalavinningur er flugfar út í heim með Flugleiðum en að auki gefa Fóðurblandan og Lögmenn á Suðurlandi fleiri verðlaun.

Nánar...

ÞAKKIR TIL ÞEIRRA SEM STÖRFUÐU HJÁ OKKUR UM HELGINA

Hestamannafélaginu Herði langar að þakka þeim fjölmörgu aðilum sem störfuðu hjá félaginu um helgina. Við héldum mjög stórt íþróttamót og voru margir sjálfboðaliðar sem störfuðu þar.  Einnig tókum við á móti Fáki og var drekkhlaðið kaffihlaðborð þar sem margir sjálfboðaliðar komu einnig að og síðan veitingasala alla helgina í Harðarbóli.  Því frábæra fólki sem starfar fyrir félagið verður seint nógu vel þakkað fyrir þeirra frábæra starf, en án ykkar væri þetta ekki hægt.

hlaðborðið

HREINSUNARDAGURINN GEKK FRÁBÆRLEGA Í GÆR

Hinn árlegi hreinsunardagur fór fram í gær og mættu yfir 100 manns og tóku til hendinni á Harðarsvæðinu og allt í kringum það.  Stórn Harðar grillaði síðan við reiðhöllina og runnu yfir 100 hamborgarar og pylsur ofaní mannskapinn.  Umhverfisnefndin vill koma þakklæti til allra sem mættu og áttu ánægjulega stund með því að fegra umhverfið.Hreinsunardagurinn

1.maí - HREINSUNARDAGUR OG FIRMAKEPPNI

Það verður nóg að gera hjá okkur 1.maí. 

Við byrjum daginn kl.10.00 á því að hreinsa til í hverfinu hjá okkur,  komið við reiðhöllina og fáið plastpoka.  Eftir hreinsunina verður grillað við reiðhöllina. 

Kl. 14.00 verður síðan hin árlega Firmakeppni félagsins og hvetjum við alla til að taka þátt í skemmtilegri keppni.  Pollar verða teymdir á hringvellinum, en aðrir keppa á skeiðbrautinni.  Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli eftir keppnina og þar verður vöfflukaffi.

Skráning í Firmakeppnina verður í reiðhöllinni kl. 10.00  - 11.00. Skráningar gjald er ekkert.

Keppt er í:

Nánar...

Reiðtúr Æskulýðsnefndar

Minnum á reiðtúrinn núna á eftir sunnudaginn 27. apríl. Æðislegt veður. Hittumst kl. 13 við reiðhöllina. Gott að taka með sér smá nesti í úlpuna/hnakktösku til að fá sér þegar við stoppum. Munum fara upp hjá Ístak og niður með Leirvogsá og stoppa á Fitjum (móts við flugvöllinn). Þar fáum við okkur nestið og síðan ríðum við flugvallarhringinn heim. ATH: Foreldrar/aðstandendur eiga að fylgja börnunum.

Ráslistar og Dagskrá Lífstöltsins

Dagskrá:

11:00 Byrjendur

11:40 Minna vanar

12:10 Meira vanar

10 mín hlé

13:00 Opinn flokkur

13:20 Hádegismatur

14:00 Setningarathöfn

B-úrslit Byrjendur

B-úrslit Minna vanir

B-úrslit Meira vanar

A-úrslit Byrjendur

A-úrslit Minna vanar

A-úrslit Meira vanar

A-úrslit Opinn flokkur

Ráslistar:

Nánar...