FUNDUR HALDINN MEÐ FULLTRÚUM HARÐAR, BÆJARVERKFRÆÐINGI OG BÆJARSTJÓRA MOSFELLSBÆJAR 5.SEPTEMBER 2014

Undirrituð áttu fund með bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi Mosfellsbæjar 5.september 2014

 

Göngustígur að hesthúsahverfi

Nýr göngustígur verður lagður niður með Skeiðholti að vestanverðu, niður í hesthúsahverfi.

Kantsteinn á Skólabraut að hesthúsahverfi

Búið er að setja það í hendur verktaka að leggja kantstein á veginn.

Reiðleið með seinni áfanga Tunguvegar

Reiðvegur með íþróttavelli verður ekki færður en hann verður tekinn upp, malbik á göngustíg fjarlægt og vegurinn endugerður. Gert er ráð fyrir að farið verði í framkvæmd á reiðvegi fljótlega.

Frankvæmd á seinni áfanga Tunguvegar hefur ekki verið tímsett.

Hestamannafélagið Hörður: Setjum fram athugasemd við fjarlægð milli reiðvegar og akvegar. Milli reiðvegar og akvegar verði sett upp girðing en ekki trjábelti. Óskað er eftir að lega reiðvegar verði endurskoðuð við suðurenda íþróttasvæðis þannig að meira bil verði milli akvegar og reiðvegar.

Leggjum áherslu á að framkvæmdum við reiðveg verði lokið fyrir 1. desember.

Lýsing á Flugvallarhring

Áfram er verið að athuga með lýsingu á Flugvallarhringnum en engin niðurstaða komin enn.

Brú á Köldukvísl

Rætt um brú á reiðleið í stað núverandi ræsa í Köldukvísl norðan hesthúsahverfis. Í vatnavöxtum og leysingum grefst reiðvegur iðulega í sundur á þessum stað með tilheyrandi kostnaði.

Einnig getur skapast hætta við ræsin í miklum leysingum og jakaburði.

Hestamannafélagið Hörður: Óskað er eftir að þessi brú verði sett inn á framkvæmdaáætlun hjá Mosfellsbæ.

 

Merkingar í hesthúsahverfi

Hestamannafélagið Hörður: Það vantar nauðsynlega að setja upp skilti með yfirlitskorti af götum í hesthúshverfinu þegar komið er niður að gatnamótum að Sorpu þannig að hægt sé að vísa ókunnugum til vegar.

Mosfellsbær: Þetta verður gert. Sett verður upp tillaga og sent til JDB. Það hefur komið fram hugmynd að setja upp „hest“ á nýja hringtorgið sem kennileiti fyrir hesthúshverfið.

Reiðleið norðan undir Varmárhól

Hestamannafélagið Hörður: Reiðvegur frá hesthúsahverfi norðan undir Varmárhól og að Brúarlandi var notaður sem aðkomuleið vegna framkvæmda við Fimleikahús og vegna framkvæmda við Tunguveg. Sett var bögglaberg yfir leiðina frá hesthúsahverfi og út að Fimleikahúsi. Í vor var sett fínna efni yfir bögglabergið til braðabirgða þannig að leiðin yrðu hestfær en nú er bögglabergið farið að koma upp úr.

Hluti af þessarri leið er nýr reiðvegur sem liggur undir brúna yfir Varmá og er í góðu lagi.

Reiðleiðin frá Fimleikahúsi og út að Brúarlandi er mikið sigin undan þungaumferð og í bleytutíð safnast vatn í polla á leiðinni. Óskað er eftir því að reiðleiðin frá hesthúsahverfi og út að Brúarlandi verði endurbætt og lagfærð.

Mosfellsbær: Við látum lagfæra þetta

 

Sæmundur Eiríksson

Gunnar Örn Steingrímsson

Jóna Dís Bragadóttir